„Þetta er einstakt tækifæri“

Friðgeir Einarsson, Kolfinna Nikulásdóttir og Hildur Selma Sigbertsdóttir.
Friðgeir Einarsson, Kolfinna Nikulásdóttir og Hildur Selma Sigbertsdóttir.

„Þetta er ein­stakt tæki­færi til að hlera það mest spenn­andi í leik­rit­un framtíðar­inn­ar,“ seg­ir Matth­ías Tryggvi Har­alds­son um leik­rita­hátíð Þjóðleik­húss­ins sem nefn­ist Guli dreg­ill­inn og hald­in verður eft­ir viku. Að sögn Matth­ías­ar Tryggva, sem er list­rænn stjórn­andi hátíðar­inn­ar og jafn­framt einn af dramat­úrg­um Þjóðleik­húss­ins, er Guli dreg­ill­inn eitt af þeim verk­efn­um sem hleypt er af stokk­un­um í til­efni af 75 ára af­mæli Þjóðleik­húss­ins, sem var vígt sum­ar­dag­inn fyrsta 20. apríl 1950, en fleiri verk­efni verða kynnt síðar á ár­inu.

Matthías Tryggvi Haraldsson er listrænn ráðunautur hjá Þjóðleikhúsinu.
Matth­ías Tryggvi Har­alds­son er list­rænn ráðunaut­ur hjá Þjóðleik­hús­inu. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Laug­ar­dag­inn 26. apríl verða þrjú glæ­ný ís­lensk leik­verk frum­flutt í æfðum leik­lestri af leik­hópi Þjóðleik­húss­ins. Dag­skrá­in hefst kl. 14 með Kronplatz eft­ir Hildi Selmu Sig­berts­dótt­ur; kl. 17 er komið að Nýju eld­húsi eft­ir máli eft­ir Friðgeir Ein­ars­son og kl. 20 er það Töfra­pilsið eft­ir Kolfinnu Nikulás­dótt­ur. Matth­ías Tryggvi hef­ur list­ræna um­sjón með leik­lestr­in­um á Kronplatz, Björn Thors með Nýju eld­húsi eft­ir máli og Kolfinna sjálf með Töfra­pils­inu. „Í kjöl­far leik­lestr­anna fá gest­ir tæki­færi til þess að ræða við höf­unda og í lok dags er partí,“ seg­ir Matth­ías Tryggvi og tek­ur fram að verk­in eigi það sam­eig­in­legt að þau veki áhuga Þjóðleik­húss­ins, segi hríf­andi sög­ur og eigi mik­il­vægt er­indi við leik­sviðið.

Má reikna með því að eitt­hvert verk­anna rati í fram­hald­inu á svið hjá Þjóðleik­hús­inu í fullri sviðsetn­ingu?

„Við sjá­um að þessi leik­rit eiga brýnt er­indi við leik­sviðið. Þau eru í grunn­inn mylj­andi fynd­in, djúp, spenn­andi, skörp og bera skáld­un­um fag­urt vitni. Við von­um að þau rati alla leið, hvort held­ur er hér í Þjóðleik­hús­inu eða á öðru at­vinnusviði.“

En hvað get­ur þú sagt mér um inni­hald verk­anna þriggja?

„Kronplatz eft­ir Hildi er fjöl­skyldu­saga í fullri lengd sem ger­ist í dystópískri nær­framtíð. Þar er mjög dys­fúnksjónalt og sjálfsómeðvitað fólk sem týn­ist í amstri sínu um það leyti sem heims­byggðin steyp­ist í glöt­un.

Í Nýju eld­húsi eft­ir máli er hatt­ur­inn tek­inn ofan fyr­ir sög­um með mjög lík­um titli Svövu Jak­obs­dótt­ur. Við erum að velta fyr­ir okk­ur ís­lensk­um hvers­dags­leika, karl­mennsku, kven­leika og nú­tím­an­um í mjög skop­legri mynd.

Í nap­ur­legri torf­bæj­ar­til­veru finn­ur aðal­per­sóna Töfra­pils­ins getnaðar­vörn sér til frels­un­ar og gleði. Tit­ill verks­ins vís­ar í þessa getnaðar­vörn, sem er sótt í ís­lensk­ar þjóðsög­ur. Kolfinna sæk­ir í þjóðsög­urn­ar með sínu nefi og tek­ur sér frelsi til að end­ur­skapa þann arf og ákveðið tíma­bil í Íslands­sög­unni.“

Nán­ar var rætt við Matth­ías Tryggva á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins í gær, laug­ar­dag­inn 19. apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Mundu að sumar spurningar eiga sér ekki einhlítt svar. Reyndu að bíða til morguns með að leysa úr málunum og Snúðu þig út úr erfiðum aðstæðum á meðan kostur er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Mundu að sumar spurningar eiga sér ekki einhlítt svar. Reyndu að bíða til morguns með að leysa úr málunum og Snúðu þig út úr erfiðum aðstæðum á meðan kostur er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir