Hugsun um að ganga á fjall

Kristín Pálmadóttir, sem sýnir í Hannesarholti, hefur mikla ánægju af …
Kristín Pálmadóttir, sem sýnir í Hannesarholti, hefur mikla ánægju af því að vinna grafíkverk og mála. mbl.is/Árni Sæberg

Ferð á fjallið er yf­ir­skrift sýn­ing­ar Krist­ín­ar Pálma­dótt­ur í Hann­es­ar­holti. Þar sýn­ir hún mál­verk og graf­ík­verk.

„Þessi tit­ill, Ferð á fjallið, kom til mín. Í verk­um mín­um hef ég verið að þróa hugs­un­ina um að ganga á fjall. Í mynd­un­um er eins og maður fari upp hæð, þrep af þrepi,“ seg­ir Krist­ín.

„Í mynd­list minni er áber­andi hugs­un­in um að færa sig upp fjallið og njóta nátt­úr­unn­ar, en ekki endi­lega að kom­ast á topp­inn. Það hef­ur alltaf verið mér svo hug­leikið að horfa niður fyr­ir fæt­urna og skoða það sem þar er. Fyr­ir ein­hverj­um árum hélt ég ein­mitt sýn­ingu sem hét Landið við fæt­ur þér,“ seg­ir Krist­ín.

Grafíkver sem Kristín málaði með olíulitum.
Graf­íkver sem Krist­ín málaði með olíulit­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hún út­skrifaðist árið 1994 frá grafík­deild Mynd­lista- og handíðaskóla Íslands. „Ég naut þess mjög að vera í grafík­deild­inni og kenn­ar­arn­ir voru metnaðarfull­ir og frá­bær­ir. Tækn­in í grafík­inni höfðaði strax mjög til mín. Það er óvissa og munst­ur í grafík, al­veg eins og í nátt­úr­unni. Í deild­inni var boðið var upp á nám­skeið í ljós­mynd­un sem var meðal ann­ars kveikj­an að ljós­mynda­áhuga mín­um.

Eft­ir út­skrift vann ég aðallega í æt­ingu. Um 2000 færði ég mig meira yfir í ljós­mynda­æt­ingu. Það hafði alltaf höfðað mikið til mín að taka mynd­ir og ég fór að sam­eina ljós­mynda­áhug­ann og grafík­ina. Ég náði mjög góðum ár­angri en gall­inn var sá að ég varð að æta í salt­pét­urs­sýru til að ná fram þeim áhrif­um sem ég vildi laða fram. Ég gerði þetta í nokk­ur ár með góðum ár­angri en svo fann ég að ég var að hætta heils­unni. Ég veit um fleiri lista­menn sem hurfu frá salt­pét­urs­sýrunni. Síðan kom ný tækni þannig að hægt var að kaupa ljós­næm­ar film­ur og síðar ljós­næm­ar plöt­ur og núna nýti ég þær í grafík­inni. Ég hef líka alltaf verið að mála því mér finnst svo ánægju­legt að vinna í báða þessa miðla.“

Sýning Kristínar í Hannesarholti stendur til 30. apríl.
Sýn­ing Krist­ín­ar í Hann­es­ar­holti stend­ur til 30. apríl. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Á sýn­ing­unni eru graf­ík­verk sem Krist­ín málaði ofan í. „Ég ætla að fara að vinna meira á þann hátt; mér finnst það mjög spenn­andi því þá er eins og mál­verkið og grafík­in renni sam­an. Þegar sýn­ing­in er skoðuð í heild sést nokkuð vel að mál­verk­in og graf­ík­verk­in eru far­in að minna hvert á annað.“

Krist­ín hef­ur haldið marg­ar einka­sýn­ing­ar, meðal ann­ars í Galle­rí Skugga og Start Art, og tekið þátt í sam­sýn­ing­um um all­an heim, meðal ann­ars á Íslandi, Spáni, í Kína, Þýskalandi, Kan­ada, Jap­an og í fleiri lönd­um. Krist­ín hef­ur dvalið í Kjar­vals­stofu í Par­ís og í gesta­vinnu­stofu í Bretlandi. Hún hef­ur hlotið styrk frá Mynd­stefi og Art Council í Bretlandi.

Sýn­ing henn­ar í Hann­es­ar­holti stend­ur til 30. apríl. Hún er opin á opn­un­ar­tím­um Hann­es­ar­holts, alla daga nema sunnu­daga og mánu­daga, kl. 11.30-16.

Hugsunin um að ganga á fjall er áberandi.
Hugs­un­in um að ganga á fjall er áber­andi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú skilar af þér þínu eins og klukka, eiginlega sjálfkrafa. Samræður fjölskyldumeðlima eru hressilegar og jákvæðar. Reyndu að hrista það af þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú skilar af þér þínu eins og klukka, eiginlega sjálfkrafa. Samræður fjölskyldumeðlima eru hressilegar og jákvæðar. Reyndu að hrista það af þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir