Svona lítur LeeLee Sobieski út í dag

LeeLee Sobieski í hlutverki sínu í Never Been Kissed.
LeeLee Sobieski í hlutverki sínu í Never Been Kissed. Skjáskot/IMDb

Banda­ríska leik­kon­an Li­lia­ne Ru­da­bet Gloria Els­veta Sobieski, bet­ur þekkt und­ir lista­manns­nafn­inu LeeLee Sobieski, var ein skær­asta stjarna tí­unda ára­tug­ar­ins og eru flest­ir meðlim­ir þús­ald­arkyn­slóðar­inn­ar, svo­kallaðir Millenials, henni vel kunn­ug­ir.

Sobieski skaust upp á stjörnu­him­in­inn árið 1998 þegar hún fór með hlut­verk í stór­slysam­ynd­inni Deep Impact ásamt þeim Robert Duvall, Morg­an Freem­an og Elijah Wood, en unga leik­kon­an varð þó heims­fræg, þá helst meðal ung­menna, fyr­ir hlut­verk sitt í róm­an­tísku gam­an­mynd­inni Never Been Kis­sed frá ár­inu 1999, þá 15 ára göm­ul.

Sú mynd sló ræki­lega í gegn á heimsvísu og reynd­ist mörg­um leik­ur­um frá­bær stökkpall­ur, en hún skartaði einnig Octa­viu Spencer, Jessicu Alba, James Franco, Dav­id Arqu­ette, John C. Reilly, Michael Vart­an og Drew Barrymore.

Sagði skilið við leik­list­ina árið 2012

Sobieski var aðeins 11 ára göm­ul þegar hún landaði fyrsta hlut­verki sínu í sjón­varps­mynd­inni Reuni­on. Þar lék hún á móti verðlauna­leik­kon­unni Mar­lo Thom­as, sem flest­ir kann­ast við úr gam­anþáttaröðinni Friends, en Thom­as fór þar á kost­um sem móðir Rachel Green.

Sobieski vakti fljótt at­hygli sjón­varps- og kvik­mynda­fram­leiðenda í Banda­ríkj­un­um og fór meðal ann­ars með hlut­verk í Joan of Arc, Eyes Wide Shut, Joy Ride, The Glass Hou­se og The Wicker Man ásamt hinum fyrr­nefndu Deep Impact og Never Been Kis­sed.

Sobieski ásamt Elijah Wood í kvikmyndinni Deep Impact.
Sobieski ásamt Elijah Wood í kvik­mynd­inni Deep Impact. Skjá­skot/​IMDb

Þegar fer­ill leik­kon­unn­ar stóð í hvað mest­um blóma kaus hún að draga sig í hlé þar sem hún vildi ólm sækja sér há­skóla­mennt­un. Hún stundaði nám í bók­mennta­fræði og list­um við Brown-há­skóla í Provi­dence á Rhode Is­land, en út­skrifaðist ekki.

Sobieski sagði skilið við leik­list­ina árið 2012 og hef­ur á und­an­förn­um árum getið sér gott orð sem mynd­list­armaður og haldið sýn­ing­ar víðs veg­ar um Banda­rík­in.

Hún hef­ur verið ham­ingju­sam­lega gift frá ár­inu 2010 og býr ásamt eig­in­manni sín­um, fata­hönnuðinum Adam Kimmel, og tveim­ur börn­um þeirra, Louisönnu Ray og Mart­in, í Red Hook-hverf­inu í New York, en Sobieski er fædd og upp­al­in í stór­borg­inni.

LeeLee Sobieski fyrir framan eitt af verkum hennar.
LeeLee Sobieski fyr­ir fram­an eitt af verk­um henn­ar. Skjá­skot/​Face­book
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér býðst einstakt tækifæri sem freistar þín svo þú skalt leggja þig allan fram um að grípa það. Boðum í partí og alls kyns gleðskap rignir bókstaflega yfir þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér býðst einstakt tækifæri sem freistar þín svo þú skalt leggja þig allan fram um að grípa það. Boðum í partí og alls kyns gleðskap rignir bókstaflega yfir þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir