Létu loksins sjá sig saman

Obama-hjónin.
Obama-hjónin. Ljósmynd/AFP

Banda­rísku for­seta­hjón­in fyrr­ver­andi, Michelle og Barack Obama, voru mynduð í bak og fyr­ir er þau yf­ir­gáfu ít­alska veit­ingastaðinn Oster­ia Mozza í Washingt­on nú á dög­un­um, en um var að ræða fyrsta skiptið sem for­seta­hjón­in sáust sam­an síðan í des­em­ber.

Gest­ur á veit­ingastaðnum, sem kall­ar sig Bri­an á TikT­ok, deildi mynd­skeiði af hjón­un­um, en í því má sjá þau ganga niður tröpp­ur á veit­ingastaðnum. 

Mynd­skeiðið hef­ur, eins og við mátti bú­ast, vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlasíðunni, en ríf­lega 35.000 manns hafa lækað við færsl­una, enda eru marg­ir án efa ánægðir að sjá hjón­in sam­an á ný eft­ir þrálát­an orðróm um skilnað.

Sögu­sagn­ir um mögu­leg­an skilnað Obama-hjón­anna fóru af stað í byrj­un árs eft­ir að Michelle var hvergi sjá­an­leg í jarðarför Jimmy Cart­er, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna.

Þá fór einnig af stað orðróm­ur um mögu­legt fram­hjá­hald fyrr­ver­andi for­set­ans en hann var meðal ann­ars sagður eiga í ástar­sam­bandi við leik­kon­una Jenni­fer Anist­on.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Taktu þér smá tíma til að njóta smámunanna. Hættu að bera þig saman við aðra og treystu eigin taktvísi. Ný tækifæri bíða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Stein­dór Ívars­son
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
5
Mohlin & Nyström
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Taktu þér smá tíma til að njóta smámunanna. Hættu að bera þig saman við aðra og treystu eigin taktvísi. Ný tækifæri bíða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Stein­dór Ívars­son
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
5
Mohlin & Nyström