Paul Rudd eldist ekki

Paul Rudd endurgerði auglýsinga fyrir Nintendo nú á dögunum.
Paul Rudd endurgerði auglýsinga fyrir Nintendo nú á dögunum. Samsett mynd

Svo virðist vera sem leik­ar­inn Paul Rudd hafi fundið æsku­brunn­inn, en hann virðist ekk­ert hafa elst und­an­farna ára­tugi.

Rudd, sem er nýorðinn 56 ára, end­ur­gerði aug­lýs­ingu fyr­ir Nin­t­endo til að aug­lýsa nýj­ustu út­gáf­una af hinum sí­vin­sæla Super Mario-tölvu­leik. Leik­ar­inn fór með hlut­verk í sams kon­ar aug­lýs­ingu fyr­ir jap­anska tölvu­leikj­aris­ann árið 1991, en það var með fyrstu hlut­verk­um hans.

Rudd skaust fyr­ir al­vöru upp á stjörnu­him­in­inn árið 1995, þá 26 ára gam­all, þegar hann landaði hlut­verki í ung­linga­mynd­inni Clu­eless.

Í nýju aug­lýs­ing­unni er Rudd klædd­ur dimm­blá­um frakka, laxa­bleik­um bol og með háls­men með leðuról, líkt og í þeirri fyrri, en það er stíll sem flestall­ir meðlim­ir þús­ald­arkyn­slóðar­inn­ar, svo­kallaðir Millenials, þekkja vel, og klæðir það leik­ar­ann jafn vel, ef ekki bet­ur, í dag en fyr­ir rúm­um þrjá­tíu árum síðan.

Banda­ríski leik­ar­inn hef­ur lengi vakið at­hygli fyr­ir ung­legt út­lit, enda ekki hrukku að sjá né grátt hár.

Marg­ir hafa velt vöng­um yfir því hvert leynd­ar­málið sé að svo ung­legu út­liti Rudd og hef­ur hann ávallt sagt góðan svefn vera lyk­il­inn.




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hefur tekist að koma góðu skikki á þín mál og mátt því næðisins vel njóta. Ef einhver er að leyna þig einhverju muntu komast að því.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hefur tekist að koma góðu skikki á þín mál og mátt því næðisins vel njóta. Ef einhver er að leyna þig einhverju muntu komast að því.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir