Joe Exotic, betur þekktur sem Tiger King, giftist samfanga sínum í gær. Exotic setti inn færslu á samfélagsmiðilinn X og deildi þar ást sinni á Jorge Flores Maldonado.
Tilkynningunni fylgdi mynd af Exotic, sem heitir réttu nafni Joseph Maldonado, og Jorge, áður Jorge Marquez, sem sýndi þá klædda í samsvarandi jakkaföt með hvítar hafnaboltahúfur með blómaboga og grænan bakgrunn.
Hinn 62 ára gamli Exotic sagði frá trúlofun þeirra í október á síðasta ári en á þeim tíma skrifaði hann um unnusta sinn: „Hann er svo magnaður og er frá Mexíkó.“ Nú rétt um sex mánuðum síðar eru þeir gengnir í hnapphelduna.
Exotic afplánar nú 21 árs dóm fyrir morðtilraun á keppinaut sínum, Carole Baskin, ásamt því var hann sakfelldur fyrir illa meðferð á dýrum. Hann hefur áfrýjað þeim dómi.
Exotic var áður giftur Travis Maldonado, en samband þeirra kom fyrir í Netflix-þáttunum Tiger King, en Travis lést af slysaskoti í október 2017. Einungis mánuði síðar giftist Exotic Dillon Passage, en það hjónaband kemur einnig fram í þáttunum. Hjónabandinu lauk 2021 þegar Exotic fór bak við lás og slá.
Never been more proud of someone.
— Joe Exotic (@joe_exotic) April 22, 2025
Meet my husband Jorge Flores Maldonado pic.twitter.com/0Ee6lfxBSR