Bandaríska leikkonan Sophie Nyweide, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Margot at the Wedding, Mammoth og Noah, fannst látin við árbakka í bænum Bennington í Vermont, mánudaginn 14. apríl.
Hún var 24 ára gömul.
Slúðurvefsíðan TMZ greindi frá andláti hennar í gærdag.
Ekki er vitað hvernig andlát Nyweide bar að, en leikkonan hafði glímt við fíknivandamál um langt skeið.
Andlát hennar er til rannsóknar hjá lögreglunni í Vermont. Rannsakað er hvort eitthvert glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað.