Sonur Schwarzenegger nær óþekkjanlegur

Christopher ásamt móður sinni, Mariu Shriver.
Christopher ásamt móður sinni, Mariu Shriver. Skjáskot/Instagram

Hinn 27 ára gamli Christoph­er Schw­arzenegger, yngsta barn fyrr­ver­andi Hollywood-hjón­anna Arnold Schw­arzenegger og Mariu Shri­ver, var nær óþekkj­an­leg­ur þegar hann sást yf­ir­gefa veit­inga­húsið Restorati­on Hardware í Hollywood ásamt systkin­um sín­um, Pat­rick, Kat­her­ine og Christ­inu og eig­in­manni Kat­her­ine, leik­ar­an­um Chris Pratt, á sunnu­dag.

Schw­arzenegger, yf­ir­maður þró­un­ar­mála hjá fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu Ind­us Valley Media, hét því að breyta lífs­hátt­um sín­um árið 2020, eft­ir nokk­urra ára bar­áttu við ofþyngd og offitu, og hef­ur svo sann­ar­lega staðið sína plikt, en hann er sagður hafa skafið af sér hátt í 30 kíló með breyttu mataræði og hreyf­ingu.

Schw­arzenegger hef­ur að mestu haldið sig frá sviðsljós­inu síðustu ár, en systkini hans, Pat­rick og Christ­ina, hafa gert það gott sem leik­ar­ar og Kat­her­ine getið sér gott orð sem rit­höf­und­ur.

Hann mæt­ir þó af og til á viðburði í Hollywood og stillti sér meðal ann­ars upp á rauða dregl­in­um ásamt fjöl­skyldu sinni þegar þriðja þáttaröð The White Lot­us var frum­sýnd í fe­brú­ar síðastliðnum, en bróðir hans fer með hlut­verk í þáttaröðinni.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Page Six (@pages­ix)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Leggðu mat á framfarirnar sem þú hefur tekið. Allt sem þú þarft að gera er að framleiða nógu mikið og vel. Viljirðu hafa áhrif skaltu byrja á sjálfum þér og sýna gott fordæmi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Leggðu mat á framfarirnar sem þú hefur tekið. Allt sem þú þarft að gera er að framleiða nógu mikið og vel. Viljirðu hafa áhrif skaltu byrja á sjálfum þér og sýna gott fordæmi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf