Twilight-leikkona í hnapphelduna

Kristen Stewart og Dylan Meyer.
Kristen Stewart og Dylan Meyer. Skjáskot/Instagram

Leik­kon­an Kristen Stew­art gekk í hjóna­band með hand­rits­höf­und­in­um Dyl­an Meyer við fal­lega at­höfn á upp­á­haldsveit­ingastað pars­ins, Casi­ta Del Campo í Los Ang­eles, á sunnu­dag.

Stew­art, sem er einna þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt í Twilig­ht-kvik­myndaserí­unni, og Meyer op­in­beruðu sam­band sitt á In­sta­gram árið 2019 og trú­lofuðu sig tveim­ur árum síðar.

At­höfn­in var af­slöppuð, ef marka má mynd­ir sem birt­ust á vef­miðli People, en brúðkaupið fór fram ut­an­dyra í blíðskap­ar­veðri og voru ríf­lega 170 manns sem fögnuðu ást­inni með par­inu langt fram eft­ir nóttu.

Meðal gesta voru leik­kon­an Ashley Ben­son, sem marg­ir þekkja úr ung­lingaþáttaröðinni Pretty Little Li­ars, og eig­inmaður henn­ar, Brandon Dav­is.

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Taktu til hendinni og losaðu þig við það sem þú telur þig ekki hafa þörf á. Peningar eru viðkvæmt umfjöllunarefni, ekki síst þar sem aldrei virðist nóg af þeim í umferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Taktu til hendinni og losaðu þig við það sem þú telur þig ekki hafa þörf á. Peningar eru viðkvæmt umfjöllunarefni, ekki síst þar sem aldrei virðist nóg af þeim í umferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir