Mamman samþykkir Kylie Jenner

Timothée Chalamet og Kylie Jenner á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars.
Timothée Chalamet og Kylie Jenner á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars. KEVIN WINTER/AFP

Þá er hægt að segja að Kylie Jenner geti andað létt­ar þegar tengda­móðir henn­ar, Nicole Flend­er, gef­ur sam­bandi þeirra Timot­hée Chala­met tvo upp­rétta þumla.

Fast­eigna­sal­inn Flend­er var í viðtali við fast­eigna­tíma­ritið Cur­bed á mánu­dag þar sem hún kom aðeins inn á sam­band son­ar síns við Jenner. 

„Ég verð að segja að hún er ynd­is­leg,“ sagði Flend­er um Jenner. „Hún er mjög góð við mig.“

Leikarinn Timothée Chalamet ásamt móður sinni, Nicole Flender, á Screen …
Leik­ar­inn Timot­hée Chala­met ásamt móður sinni, Nicole Flend­er, á Screen Actors Guild-verðlauna­hátíðinni í Los Ang­eles í fe­brú­ar. VAL­ERIE MACON / AFP

Í viðtal­inu kom Flend­er einnig inn á fast­eigna­kaup son­ar­ins þegar hann keypti 11 millj­óna doll­ara fast­eign í Bever­ly Hills, rétt hjá heim­ili Jenner. 

„Spurði hann mig ráða? Nei,“ sagði hún á létt­um nót­um. „Hann sagði: Gettu hvað? Ég keypti hús.“

Flend­er er bú­sett í New York og seg­ist alls ekki ætla að færa sig um set til að vera nær börn­un­um sín­um, en dótt­ir henn­ar, Paul­ine Chala­met, fjár­festi ný­verið í eign í Par­ís. „Mynd­ir þú vilja að mamma þín elti þig út um allt? Mig lang­ar að geta heim­sótt þau,“ sagði hún.

Fransk-am­er­íski leik­ar­inn Chala­met byrjaði fer­il­inn sem ung­ling­ur í sjón­varpsþátt­un­um Home­land (2012). Eft­ir nokk­ur ár sem auka­leik­ari í ýms­um kvik­mynd­um tók hann að sér veiga­meiri hlut­verk í kvik­mynd­um á borð við Dune (2021) og Dune Part Two (2024). Svo má segja að hann hafi náð enn lengra með hlut­verki sínu sem tón­list­armaður­inn Bob Dyl­an í kvik­mynd­inni A Complete Unknown (2024), en hann kom einnig að fram­leiðslu þeirr­ar mynd­ar og hef­ur hann hlotið fjölda til­nefn­inga og verðlauna fyr­ir leik sinn í mynd­inni.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Spáðu í þetta: barátta þín er fyrst og fremst við sjálfan þig. Boltinn er þar af leiðandi í þínum höndum og því er best að koma sér að verki.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Spáðu í þetta: barátta þín er fyrst og fremst við sjálfan þig. Boltinn er þar af leiðandi í þínum höndum og því er best að koma sér að verki.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir