Bandaríski grínistinn Fortune Feimster hefur sagt skilið við eiginkonu sína til fjögurra ára, Jacquelyn „Jax“ Smith, en þau giftu sig þann 23. október 2020.
Feimster, sem er meðal annars þekkt fyrir leik sinn í gamanþáttaröðinni The Mindy Project, og Smith, grunnskólakennari, eru sagðar hafa slitið samvistum fyrir stuttu síðan, en ástæða skilnaðarins er óljós, eftir því sem fram kemur á slúðurvefsíðunni TMZ.
Feimster og Smith sáust síðast opinberlega er þær mættu í árlega Óskarsverðlaunaveislu Elton John í West Hollywood Park í byrjun marsmánaðar.
Hvorug þeirra hefur tjáð sig um skilnaðinn á samfélagsmiðlum.