Frumsýndi unga kærastann á rauða dreglinum

Nicola Coughlan.
Nicola Coughlan. Ljósmynd/AFP

Írska leik­kon­an Nicola Coug­hl­an, best þekkt fyr­ir hlut­verk sín í þáttaröðunum Derry Gir­ls og Bridgert­on, mætti ásamt kær­asta sín­um, leik­ar­an­um Jake Dunn, í veislu fyr­ir leik­ara og aðra sem til­nefnd­ir eru til sjón­varps­verðlauna BAFTA í Lund­ún­um nú á dög­un­um. Þetta er í fyrsta sinn sem parið geng­ur hönd í hönd niður rauða dreg­il­inn.

Coug­hl­an er til­nefnd til BAFTA-verðlauna fyr­ir leik sinn í þáttaröðinni Big Mood.

Coug­hl­an, 38 ára, og Dunn, 24 ára, litu út fyr­ir að vera yfir sig ást­fang­in og tóku vart aug­un hvort af öðru allt kvöldið.

Sam­band þeirra hef­ur vakið mikla at­hygli, sér­stak­lega sök­um ald­urs­mun­ar, en 13 ár aðskilja parið.

Coug­hl­an og Dunn eru sögð hafa byrjað að stinga nefj­um sam­an síðastliðið sum­ar, en þau sáust meðal ann­ars í inni­leg­um faðmlög­um á tón­list­ar­hátíðinni All Po­ints East í ág­úst og hafa reglu­lega verið mynduð sam­an á rölt­inu í Lund­ún­um.

View this post on In­sta­gram

A post shared by People Magaz­ine (@people)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert aðalgestgjafinn og partíið er heima hjá þér. Dragðu inn andann áður en þú bregst við og leyfðu öðrum að fá sitt svigrúm.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert aðalgestgjafinn og partíið er heima hjá þér. Dragðu inn andann áður en þú bregst við og leyfðu öðrum að fá sitt svigrúm.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir