Aðstandendur söngleiksins Six á Broadway krýndu í gær íslensku tónlistarkonuna Laufeyju Lín Bing Jónsdóttur sem „drottningu vikunnar“.
Frá þessu var greint á Facebook-síðu söngleiksins.
Aðstandendur Six byrjuðu þessa skemmtilegu hefð þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst árið 2020 í þeirri von um að halda uppi gleði, jákvæðni og kærleika á þessum dimmu tímum og einnig til að auka sýnileika kvenna á hinum ýmsu sviðum til að efla konur.
Og nú fimm árum síðar hefur Laufey Lín bæst í hóp magnaðra drottninga á borð við Chitu Rivera, Quintu Brunson, Ketanji Brown Jackson og Queen Latifuh.
„Takk, kæra drottning, fyrir að skapa nýjar hefðir með tónlist og list,“ segir meðal annars í færslunni.