Breska stórhljómsveitin Smokie hélt tónleika í Hamraborgarsal Hofs á Akureyri á fimmtudag. Sveitin stígur á svið í Eldborgarsal Hörpu í kvöld.
Smokie var ein vinsælasta hljómsveit áttunda áratugarins og átti smelli eins og lögin Living Next Door to Alice, Lay Back in the Arms of Someone og Don't Play Your Rock'n'Roll to Me
Hljómsveitin spilaði þessi vinsælu lög sín á fimmtudaginn auk annarra. Ljósmyndari mbl.is fangaði stemninguna.