52 ár á milli platna

Alice Cooper lætur engan bilbug á sér finna, orðinn 77 …
Alice Cooper lætur engan bilbug á sér finna, orðinn 77 ára. AFP/Sebastien Salom-Gomis

Það er göm­ul saga og ný að rokk­hljóm­sveit­ir hætti störf­um og byrji síðan aft­ur. Um það eru fjöl­mörg dæmi og ábyggi­lega miklu al­geng­ara en að þær leggi upp laup­ana fyr­ir fullt og fast. Sum­ar hætta meira að segja og byrja aft­ur og aft­ur. Hitt er án efa sjald­gæfara að meira en hálf öld líði frá því að band liðast í sund­ur þangað til það geng­ur sam­an aft­ur, eins og Alice Cooper hef­ur nú gert, það er bandið en ekki gaur­inn sem þó er að sjálf­sögðu í band­inu líka.

Upp­runa­lega út­gáf­an af Alice Cooper tók sitt síðasta gigg 8. apríl 1974 og ekki spurðist til þess meir fyrr en um liðna helgi, að kunn­gjört var að það hefði ekki bara komið sam­an á ný, eft­ir 51 árs hlé, held­ur hefði það einnig tekið upp nýja plötu, The Revenge of Alice Cooper, sem vænt­an­leg er í all­ar betri plötu­versl­an­ir 25. júlí.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú átt sjálfur að hafa fyrir hlutunum því ekkert gerist öðruvísi. Vertu sérstaklega á verði gagnvart þeim sem vilja hnýsast í einkamál annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú átt sjálfur að hafa fyrir hlutunum því ekkert gerist öðruvísi. Vertu sérstaklega á verði gagnvart þeim sem vilja hnýsast í einkamál annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir