Leikarinn Rupert Grint, einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn rauðhærði Ron Weasley í Harry Potter-seríunni sívinsælu, varð faðir í annað sinn á dögunum. Grint eignaðist dóttur með kærustu sinni, leikkonunni Georgia Groome.
Fyrir á parið fimm ára gamla dóttur, Wednesday.
Grint, 36 ára, tilkynnti um fæðingu barnsins á Instagram-síðu sinni á sunnudag, í færslu sem sýnir stúlkubarnið klætt í hvíta samfellu með nafni sínu, en stúlkan hlaut nafnið Goldie.
„Litla leynibarnið afhjúpað. Við kynnum til sögunnar Goldie G. Grint,“ skrifar leikarinn við færsluna.
Grint og Groomer hafa verið par frá árinu 2011.