Phoebe Gates, dóttir auðkýfingsins og stofnanda Microsoft, Bill Gates, fékk enga fjárhagslega aðstoð frá föður sínum þegar hún stofnaði fyrirtækið sitt.
Bill sagði í viðtali við New York Times á fimmtudag að hann óttaðist að dóttir hans myndi koma og biðja hann um peninga þegar hún setti á legg vefsíðu með frumkvöðlinum Sophiu Kianni. „Ó, Guð.“ Eru orð sem flugu gegnum höfuðið á honum. Hann sagðist þó myndu hafa stutt dóttur sína en að hún hafi „lukkulega“ beðið sig um aðstoð.
Phoebe útskrifaðist úr líffræði við Stanford-háskóla í Kaliforníu árið 2024 og opnaði vefsíðuna Phia í síðustu viku, en síðan notar gervigreind til að aðstoða sjálfbæra kaupendur við að finna bestu tilboðin.
Þrátt fyrir að hafa veitt dóttur sinni ráðleggingar varðandi reksturinn þá hélt hann sig að mestu til hlés því hann vildi að hún „gerði eigin mistök og læri af þeim“. Að sama skapi langaði Phoebe til að sanna sig.