Skrifar um daginn sem hann lést

Leikarinn Jeremy Renner reyndi að varna því að snjóruðningstækið lenti …
Leikarinn Jeremy Renner reyndi að varna því að snjóruðningstækið lenti á frænda hans með þeim afleiðingum að hann varð sjálfur undir því. Valerie Macon/AFP

Banda­ríski leik­ar­inn Jeremy Renner lést á ný­árs­dag 2023 en hann var end­ur­lífgaður eft­ir hrika­legt slys sem hann lenti í þegar hann varð und­ir snjóruðnings­tæki.

„Ég gat séð líf mitt. Ég gat séð allt í einu. Það hefðu getað verið tíu sek­únd­ur, fimm mín­út­ur,“ skrif­ar hann í end­ur­minn­inga­bók sinni My Next Bre­ath, sem er ný­kom­in út. „Ég veit að ég dó ... Þegar sjúkra­flutn­inga­menn­irn­ir komu tóku þeir eft­ir að hjartað mitt hafði náð botn­in­um í 18, og 18 slög á mín­útu, þá ertu í raun dauður.“

Í bók­inni er farið yfir hvað gerðist þegar Renner, sem lék m.a. í kvik­mynd­inni Avengers, tók til sinna ráða til að bjarga 27 ára göml­um frænda sín­um frá því að verða fyr­ir snjóruðnings­tæki, sem varð til þess að hann sjálf­ur lenti und­ir vél­inni.

Ótrú­legt að hann hafði það af

„Sex fjand­ans hjól, 76 stál­blöð, 14.000 punda [6,35 tonna] vél, allt gegnt ein­um manns­lík­ama,“ skrif­ar hann.

„Ég heyrði öll bein­in brotna, höfuðkúpu, kjálka, kinn­bein, jaxla, herðablöð, sköfl­unga, lungu augntóft­ir, höfuðkúpu, mjaðmagrind, fæt­ur, hand­leggi, húð, springa, smella, klikka, kreista.“

Þrátt fyr­ir öll bein­brot­in var ef­laust það hræðileg­asta þegar vinstra augað skaust harka­lega út úr höfuðkúp­unni vegna brot­ins beins í kring­um augntóft­ina. 

„Ég gat séð vinstra augað með hægra aug­anu,“ skrif­ar Renner.

Hann missti tæp­lega sex lítra af blóði en bráðasta hætt­an var samt of­kæl­ing vegna frosts­ins í Reno, Nevada, þar sem hann hafði notið hátíðanna með fjöl­skyldu sinni.

Eft­ir að hafa verið vistaður á tveim­ur spít­öl­um, í Reno og svo í Los Ang­eles, og geng­ist und­ir fjölda aðgerða var hann út­skrifaður tveim­ur vik­um eft­ir slysið. Hann seg­ir að það fyrsta sem hann gerði eft­ir að hann kom heim var að fá sér rauðvíns­glas.

Page Six

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Stemmningin er breytileg hjá fólki, rétt eins og veðurfarið. En þú áttar þig á því og stendur undir kröfunum sem til þín eru gerðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Stemmningin er breytileg hjá fólki, rétt eins og veðurfarið. En þú áttar þig á því og stendur undir kröfunum sem til þín eru gerðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Jón­ína Leós­dótt­ir