Von á risatilkynningu frá VÆB

Ár er á milli þeirra bræðra en Matthías Davíð er …
Ár er á milli þeirra bræðra en Matthías Davíð er fæddur 2004 og Hálfdán Helgi 2003. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Blaðamaður fær held­ur bet­ur hlýj­ar og góðar mót­tök­ur þegar hann geng­ur inn á heim­ili þeirra VÆB-bræðra, Hálf­dáns Helga og Matth­ías­ar Davíðs, í Kópa­vog­in­um.

Heima­sæt­an á bæn­um, Hjör­dís Anna, tví­bura­syst­ir Hálf­dáns, kem­ur bros­andi upp stig­ann með tvo hunda í taumi en á heim­il­inu búa ekki bara for­eldr­arn­ir, tón­list­ar­hjón­in Matth­ías V. Bald­urs­son og Áslaug Helga Hálf­dán­ar­dótt­ir, ásamt börn­um sín­um fjór­um, þeirra yngst­ur Magnús Hinrik, held­ur búa þar líka tvö tengda­börn og nokkr­ir fjór­fætl­ing­ar, tveir hund­ar og tveir kett­ir.

Fjölskyldan öll samankomin, Matthías eða Matti Sax, Baldur Snær, Guðrún …
Fjöl­skyld­an öll sam­an­kom­in, Matth­ías eða Matti Sax, Bald­ur Snær, Guðrún Thelma, Hjör­dís Anna, Magnús Hinrik, Matth­ías Davíð, Hálf­dán Helgi og Áslaug Helga. Ljós­mynd/​Aðsend

Þá eiga bræðurn­ir einnig tvö eldri hálf­systkini, þau Bald­ur Snæ og Guðrúnu Thelmu Matth­ías­ar­börn, sem flutt eru að heim­an. Það er því sann­ar­lega líf og fjör á þessu átta manna heim­ili þar sem tón­list­in og gleðin ræður ríkj­um.

„Fyrstu orðin á Eurovision í ár verða „Let's Go!“ Við …
„Fyrstu orðin á Eurovisi­on í ár verða „Let's Go!“ Við elsk­um að fá að vera fyrst­ir.“ mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Stíga fyrst­ir á svið

Á morg­un, 2. maí, halda þeir Matth­ías, oft­ast kallaður Matti eða litli-VÆB, og Hálf­dán, stóri-VÆB, út til Basel í Sviss ásamt stór­fjöl­skyldu sinni þar sem þeir munu stíga á svið, fyrst­ir allra á fyrra úr­slita­kvöld­inu, þann 13. maí, fyr­ir Íslands hönd í Eurovisi­on með lagið „Róa“.

Segja þeir mik­inn heiður að fá að opna Eurovisi­on þetta árið eins og þeir orða það svo skemmti­lega.

„Fyrstu orðin á Eurovisi­on í ár verða „Let's Go!“ Við elsk­um að fá að vera fyrst­ir. Það er svo gott að fá að klára að gera sitt og slaka svo bara á og njóta kvölds­ins og sjóvs­ins. Þá ertu ekki enda­laust að bíða allt kvöldið eft­ir að stíga á svið,“ seg­ir Hálf­dán og Matti tek­ur und­ir hvert orð.

„Við erum svo sátt­ir, þetta verður æðis­legt,“ seg­ir hann.

Bræðurnir segjast sífellt vera að semja nýtt efni.
Bræðurn­ir segj­ast sí­fellt vera að semja nýtt efni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Innt­ir eft­ir því hver leiðin að slík­um ár­angri sé, þ.e. að ná svo ung­ir að árum að sigra í Eurovisi­on hér heima, segja þeir hana einna helst liggja í gleðinni.

„Við unn­um bara af því að gleðin skein í gegn,“ seg­ir Matti og Hálf­dán kink­ar kolli til samþykk­is.

Lítil krútt.
Lít­il krútt. Ljós­mynd/​Aðsend

 „Við keppt­um líka í fyrra og þá gekk rosa­lega vel en við lent­um í fjórða sæti í úr­slit­un­um. Út frá því fór­um við að gigga allt sum­arið og vor­um bókaðir út um allt. Ég held að það hafi líka hjálpað okk­ur með sig­ur­inn í ár. Við vor­um nán­ast bún­ir að hitta alla krakka á Íslandi og pössuðum vel upp á að all­ir sem vildu fengju mynd­ir með okk­ur. Eft­ir gigg­in biðu krakk­ar í röð í næst­um einn og hálf­an tíma til að fá mynd­ir með okk­ur og við gáf­um okk­ur alltaf tíma í það. Svo snýst þetta bara um að hafa gam­an,“ seg­ir hann.

„Gleðin er lyk­ill­inn að öllu,“ skýt­ur þá Matti inn í bros­andi.

Alltaf kátir og glaðir.
Alltaf kát­ir og glaðir. Ljós­mynd/​Una Sig­urðardótt­ir

Orðnir virki­lega spennt­ir

Þeir Matti og Hálf­dán hafa haft nóg að gera síðan þeir unnu keppn­ina hér heima og segj­ast varla trúa því hversu stutt sé í keppn­ina sjálfa.

Við flygilinn í stofunni heima.
Við flygil­inn í stof­unni heima. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Þetta fer al­veg að skella á og við erum orðnir gríðarlega spennt­ir. Við verðum aldrei stressaðir þegar við kom­um fram en spenna og stress er í raun­inni svipað kon­sept. Maður þarf bara að passa að rugla þessu tvennu ekki sam­an og velja hvort maður vill. Það er nauðsyn­legt að hafa stjórn á hausn­um,“ segja þeir sam­taka.

Spurðir í fram­hald­inu hvernig þeir ætli að búa sig und­ir stóra dag­inn segj­ast þeir fyrst og fremst ætla að passa upp á svefn­inn þar sem hann sé það mik­il­væg­asta af öllu.

„Já, og muna að borða. Það eru þess­ar grunnþarf­ir sem þarf að passa upp á. Svo tök­um við raddæf­ing­ar og slíkt. Þetta verður geggjað. Við erum með því­líkt stuðningslið sem fer með okk­ur út, stór­fjöl­skyld­una og vin­ina. Nú er mark­miðið bara að kom­ast á sjálft úr­slita­kvöldið,“ seg­ir Hálf­dán.

„Gleðin er lykillinn að öllu,
„Gleðin er lyk­ill­inn að öllu," segja þeir bræður. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Já, ekki spurn­ing,“ seg­ir Matti og nefn­ir í kjöl­farið að atriðið sjálft verði stór­kost­legt. „Þetta verður því­lík upp­færsla. Al­veg nýir bún­ing­ar og glæ­ný og geggjuð grafík enda er sviðið miklu stærra þarna úti en hér heima. Atriðið verður tíu sinn­um stærra. Við segj­um því bara: fáið ykk­ur sæti og spennið belt­in. Já, og fáið ykk­ur popp og kók og hafið það kósí.“

Hálf­dán tek­ur und­ir og bæt­ir við að fyrst og fremst eigi fólk að njóta og hafa gam­an af líf­inu. „Það er það eina sem skipt­ir máli. Maður á alltaf að hugsa já­kvætt. Vera góður við alla og koma fram við aðra eins og maður vill láta koma fram við sig. Það er gullna regl­an!“

„Við lofum áframhaldandi bullandi stemningu enda von á risatilkynningu frá …
„Við lof­um áfram­hald­andi bullandi stemn­ingu enda von á risa­til­kynn­ingu frá okk­ur eft­ir Eurovisi­on.“ mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Nefna þeir að lok­um að fram und­an séu tón­leik­ar og ný lög. „Við lof­um áfram­hald­andi bullandi stemn­ingu enda von á risa­til­kynn­ingu frá okk­ur eft­ir Eurovisi­on.“

Lengri út­gáfu af viðtal­inu má lesa á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins í dag, fimmtu­dag­inn 1. maí.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Fólk sem virðist vera við stjórnvölinn, er það í rauninni ekki og sá sem er neðarlega í virðingarstiganum, gæti reyndar verið með öll tromp á hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Col­leen Hoo­ver
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Fólk sem virðist vera við stjórnvölinn, er það í rauninni ekki og sá sem er neðarlega í virðingarstiganum, gæti reyndar verið með öll tromp á hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Col­leen Hoo­ver
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir