„Súkkulaðistykki eru alls enginn gjaldmiðill“

Súkkulaðistykkinn sem strætófarþegarnir buðu sem greiðslu.
Súkkulaðistykkinn sem strætófarþegarnir buðu sem greiðslu. Ljósmynd/Aðsend

Ekki er langt síðan að Strætó bs. byrjaði að taka á móti korta­greiðslum í vögn­um sín­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Byggðasam­lagið hef­ur þó enn ekki tekið það skref að taka á móti greiðslum í formi súkkulaðistykkja.

Þetta seg­ir strætóbíl­stjór­inn Össur Valdi­mars­son í sam­tali við mbl.is en hann lenti í miður skemmti­legu at­viki á dög­un­um þegar tveir fasta­gest­ir í stræt­is­vagni hans reyndu að borga með sitt­hvoru súkkulaðistykk­inu.

Össur seg­ir frá at­vik­inu í færslu á Face­book-hópn­um Strætó bs. Lof og last og birt­ir með henni mynd af súkkulaðistykkj­un­um sem hann endaði á að taka við þrátt fyr­ir að það væri hon­um þvert um geð.

Einn harðasti bíl­stjór­inn

„Það var stutt í að vakt­in mín væri að klár­ast og þau koma þarna upp í Spöng. Ég var ef til vill ekki al­veg nógu vel vak­andi yfir þessu en tel mig samt vera einn af hörðustu bíl­stjór­um bæj­ar­ins, ég læt fólk ekki kom­ast upp með eitt né neitt,“ seg­ir Össur.

Hann seg­ist aldrei hafa lent í neinu sam­bæri­legu á 20 ára ferli sín­um sem strætóbíl­stjóri og varð því al­gjör­lega kjaftstopp þegar farþeg­arn­ir buðu hon­um greiðsluna í formi súkkulaðistykkja.

Össur endaði á að meta ástand farþeg­anna sem svo að best væri að hleypa þeim inn í vagn­inn. Hann mun þó ekki leggja það í vana sinn.

„Súkkulaðistykki eru alls eng­inn gjald­miðill,“ seg­ir Össur og bæt­ir við að hann hafi látið súkkulaðistykk­in al­veg vera síðan enda séu þau ekki eign hans held­ur Strætó bs.

Meiri­hlut­inn labb­ar inn með bros á vör

Þá tek­ur Össur fram að hann reyni alltaf að vinna sitt starf vel og taka spjallið við fólk þegar það reyn­ir að svindla sér inn í strætó, til að mynda þegar fólk á þrítugs­aldri reyni að koma sér upp í vagna með ung­linga­miða. 

Hann seg­ir þó að það heyri til und­an­tekn­ing­ar­til­fella að farþegar séu með slíkt vesen.

„Meiri­hlut­inn af þeim farþegum sem koma eru mjög ánægðir, koma al­veg hreint bros­andi inn í vagn­inn og borga annaðhvort með sím­an­um, de­bet­korti eða klinki.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þú þarft að vera í fararbroddi fyrir breytingum á vinnustað þínum. Margir myndu vilja baða þig með blessun sinni, ef þú bara leyfðir þeim það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Col­leen Hoo­ver
3
Lotta Lux­en­burg
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þú þarft að vera í fararbroddi fyrir breytingum á vinnustað þínum. Margir myndu vilja baða þig með blessun sinni, ef þú bara leyfðir þeim það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Col­leen Hoo­ver
3
Lotta Lux­en­burg
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir