Justin Bieber floginn á brott

Einkaþota Biebers við flugtak á Akureyrarflugvelli í kvöld.
Einkaþota Biebers við flugtak á Akureyrarflugvelli í kvöld. mbl.is/Þorgeir

Heim­sókn kanadísku popp­stjörn­unn­ar Just­ins Bie­bers til Íslands virðist nú lokið að þessu sinni.

Bie­ber hef­ur verið á land­inu frá því í lok síðasta mánaðar og hef­ur hann dvalið á sveita­setr­inu Depl­ar Farm í Fljót­un­um á Trölla­skaga, ef marka má In­sta­gram-síðu hans.

Hef­ur hann meðal ann­ars varið stund­um sín­um í hljóðveri en hann vinn­ur hörðum hönd­um að nýrri breiðskífu.

Fór í Skóg­ar­böðin og fékk sér svo ís

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is sást Bie­ber í Skóg­ar­böðunum í dag og fékk hann sér svo ís í Leiru.

Í kvöld steig hann upp í einkaþotu á Ak­ur­eyr­arflug­velli með nýstimplað vega­bréf en þotan flýg­ur nú í vesturátt frá strönd­um Íslands.

Bie­ber hef­ur ferðast hingað oft­ar en einu sinni. Hann tók upp tón­list­ar­mynd­band við lagið I'll Show You árið 2015 og sneri aft­ur tæpu ári síðar og hélt tvenna tón­leika í Kórn­um í Kópa­vogi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú átt auðvelt með að láta þér þykja vænt um fjölskyldumeðlimi þína í dag. Komdu þér úr klípu með lipurð og leitaðu svo ráða hjá hlutlausum aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú átt auðvelt með að láta þér þykja vænt um fjölskyldumeðlimi þína í dag. Komdu þér úr klípu með lipurð og leitaðu svo ráða hjá hlutlausum aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver