Síleski leikarinn Pedro Pascal er staddur á landinu.
Leikarinn fékk sér að borða á Kaffihúsi Vesturbæjar í hádeginu í dag.
Pascal er einna þekktastur fyrir hlutverk sín sem Oberyn Martell í þáttunum Game of Thrones, Javier Peña í Narcos, Mandalorian í samnefndum þáttum og núna síðast sem Joel Miller í Last of Us þáttunum.