39 þrep á leið í Þjóðleikhúsið

Eyvindur Karlsson leikstjóri.
Eyvindur Karlsson leikstjóri.

Upp­færsla Leik­fé­lags Hólma­vík­ur á 39 þrep­um í leik­stjórn Ey­vind­ar Karls­son­ar var um helg­ina val­in at­hygl­is­verðasta áhuga­leik­sýn­ing leik­árs­ins 2024-2025 af dóm­nefnd Þjóðleik­húss­ins. Er þetta í 33. sinn sem dóm­nefnd Þjóðleik­húss­ins vel­ur at­hygl­is­verðasta áhuga­leik­sýn­ing leik­árs­ins. 

„Það er sam­dóma álit dóm­nefnd­ar að sýn­ing Leik­fé­lags Hólma­vík­ur á 39 þrep íleik­stjórn Ey­vind­ar Karls­son­ar skuli verða fyr­ir val­inu sem at­hygl­is­verðasta áhuga­leik­sýn­ing leik­árs­ins 2024-2025. 

Sýn­ing­in er unn­in af mikl­um metnaði og gríðarlega­skap­andi hugs­un Um­gjörð sýn­ing­ar­inn­ar er ein­föld en áhrifa­rík og unun að fylgjst með skemmti­leg­um og skap­andi lausn­um þar sem leik­húslist­in er knú­in til hins ítr­asta. Ljós og hljóð eru vel unn­in, af hug­viti og kímni. Leik­gervi og bún­ing­ar eru til fyr­ir­mynd­ar og vel leyst úr per­sónu­fjöld og hraðaskipt­ing­um.

Leik­hóp­ur­inn er smár en mjög sterk­ur og skemmti­leg­ur og sam­band þeirra við áhorf­end­ur feikigott. Leik­kon­urn­ar vinna vel með mik­inn­fjölda hlut­verka og gera hverri og einni per­sónu skýr oggóð skil. Leik- og sköp­un­ar­gleði ráða ríkj­um frá upp­hafi til enda og úr verður heild­stæð og kraft­mik­il sýn­ing.“ seg­ir í um­sögn dóm­nefnd­ar, en hana skipuðu Vala Fann­ell, formaður, Elín Smára­dótt­ir og Odd­ur Júlí­us­son.

Leik­fé­lag­inu býðst að sýna upp­færsl­una í Þjóðleik­hús­inu í lok maí. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú finnur löngun hjá þér til að gera eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til þess fyrr en síðar. Þú ræður vel við þín verkefni, þótt þú óttist annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú finnur löngun hjá þér til að gera eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til þess fyrr en síðar. Þú ræður vel við þín verkefni, þótt þú óttist annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver