ACT4 framleiðir fyrstu íslensku New8-sjónvarpsþáttaröðina

Þáttaröðin er hugarfóstur handritateymisins Birkis Blæs Ingólfssonar og Jónasar Margeirs …
Þáttaröðin er hugarfóstur handritateymisins Birkis Blæs Ingólfssonar og Jónasar Margeirs Ingólfssonar. Samsett mynd

Sjón­varpsþáttaröðin Bless bless Blesi (e. De­ath of a hor­se), sem fram­leidd er af ís­lenska fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu ACT4, er fyrsta leikna þáttaröð RÚV í sam­starf­inu New8.

Frá þessu var greint á sjón­varps­hátíðinni Series Mania í Lille nú á dög­un­um þar sem New8-verk­efni árs­ins 2026 voru kynnt.

New8 er sam­starf allra nor­rænu sjón­varps­stöðvanna, DR, SVT, NRK, YLE, RÚV auk ZDF í Þýskalandi, NPO í Hollandi og VRT í Belg­íu. New8-sam­starfið, sem hófst form­lega árið 2024, er byggt á sam­vinnu sjón­varps­stöðvanna, trausti og vilja til þess að vinna sam­an og þar með deila menn­ingu og sög­um sem talið er að eigi er­indi til áhorf­enda allra stöðva. Á hverju ári eru það því átta evr­ópsk­ar sjón­varpsþátt­araðir sem sam­eig­in­lega eru keypt­ar og sýnd­ar á öll­um stöðvum. Búið er að fram­leiða fyrstu þátt­araðirn­ar og eru þær að koma í hús hjá sjón­varps­stöðvun­um ein af ann­arri.

RÚV tek­ur þátt í fram­leiðslu á einni ís­lenskri þáttaröð, annað hvert ár.

„Við erum mjög spennt fyr­ir þessu sam­starfi og okk­ur fannst mik­il­vægt að fyrsta verk­efnið okk­ar upp­fyllti þær kröf­ur sem New8 bygg­ir á, þ.e. spenn­andi saga sem er með alþjóðleg­um blæ, með sterk­ar ræt­ur í ís­lensk­um veru­leika. Þessi saga lýt­ur glæpa­sagna­form­inu, þó að vissu­lega telji menn sig geta deilt um hvort framið hafi verið morð eða ekki. Sag­an er svo ein­stök að við telj­um hana eiga eft­ir að fara vel í alþjóðlega áhorf­end­ur og svo er ís­lenski hest­ur­inn og eig­in­leik­ar hans dáðir um heim all­an. Teymið á bak við ACT 4 er mjög sterkt og við hlökk­um til að deila Blesa með NEW8-stöðvun­um og öðrum sem sleg­ist hafa í hóp­inn við að fram­leiða þessa frá­bæru þáttaröð.“ seg­ir Mar­grét Jón­as­dótt­ir, dag­skrár­stjóri RÚV.

Hlakka til að koma ís­lenska hest­in­um á skjá­inn 

Þáttaröðin er hug­ar­fóst­ur hand­ritateym­is­ins Birk­is Blæs Ing­ólfs­son­ar og Jónas­ar Mar­geirs Ing­ólfs­son­ar. Á síðastliðnum árum hafa þeir komið að skrif­um og þróun á mörg­um vin­sæl­ustu sjón­varpsþáttaröðum Íslands, t.a.m. Ráðherr­an­um 1 og 2, Ísa­lög­um (e. Thin Ice), Stellu Blóm­kvist 2 og Svo lengi sem við lifum. Nú síðast komu þeir að þróun, skrif­um og fram­leiðslu á Reykja­vík Fusi­on fyr­ir fé­lagið ACT4 ásamt Herði Rún­ars­syni og Ólafi Darra Ólafs­syni, en þáttaröðin var frum­sýnd á Cann­es Series í síðustu viku.

„Við í ACT4 erum í skýj­un­um með að verk­efnið sé valið inn í New8-sam­starfið. Það er mik­ill gæðastimp­ill fyr­ir okk­ur. Eins og all­ir vita sem til þekkja er ís­lenski hesta­heim­ur­inn full­ur af mögnuðum sög­um og þó að þetta sé skálduð þáttaröð þá er hún inn­blás­in af alls kon­ar sönn­um sög­um,“ seg­ir Birk­ir Blær Ing­ólfs­son, höf­und­ur og þró­un­ar­stjóri ACT4. „Við hefj­um tök­ur í sum­ar og stefn­um á að gera út frá Hól­um í Hjalta­dal og hlökk­um mikið til að koma ís­lenskri hesta­mennsku og ís­lenska hest­in­um upp á skjá­inn.“

Bless bless Blesi fjall­ar um keppnisknap­ann Auð sem mæt­ir á Lands­mót hesta­manna með stóðhest­inn Blesa. Þeir sýna snilld­ar­takta og Blesi er sig­ur­strang­leg­asta hrossið í A-flokki gæðinga fyr­ir lokaum­ferðina. En að morgni keppn­is­dags­ins finnst Blesi dauður í hest­hús­inu. Lög­regl­an í sveit­inni neit­ar að rann­saka málið enda ekki um morð að ræða þegar hest­ur er drep­inn. Auður ákveður upp á eig­in spýt­ur að rann­saka sam­fé­lag ís­lenskra keppn­is­hesta­manna í leit að hrossamorðingj­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Ímyndunaraflið bullar og sýður af hugmyndum um hvernig þú vill verja tíma þínum. Varastu að taka að þér fleiri verkefni en þú ræður við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Lotta Lux­en­burg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Ímyndunaraflið bullar og sýður af hugmyndum um hvernig þú vill verja tíma þínum. Varastu að taka að þér fleiri verkefni en þú ræður við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Lotta Lux­en­burg