Jónsi sýnir í marglofuðu safni

Hljóð, lykt og ljós einkenna innsetninguna í Kunstsilo í Noregi.
Hljóð, lykt og ljós einkenna innsetninguna í Kunstsilo í Noregi. Ljósmynd/María Margrét Jóhannsdóttir

Jón Þór Birg­is­son, einnig þekkt­ur sem Jónsi úr hljóm­sveit­inni Sig­ur Rós, hef­ur í aukn­um mæli verið að hasla sér völl inn­an mynd­list­ar­inn­ar. Í síðustu viku opnaði hann sýn­ing­una VOX í Kunstsi­lo í Kristiansand í Nor­egi. Þetta er í fyrsta sinn sem Jónsi sýn­ir í Nor­egi og í fyrsta sinn sem sam­nefnt verk er sýnt í Evr­ópu en það var frum­sýnt í Los Ang­eles árið 2023 í Tanya Bonak­dar Gallery. Sýn­ing­ar­stjóri er Karl Olav Segrov Morten­sen.

Blaðamanni Morg­un­blaðsins var boðið á opn­un sýn­ing­ar­inn­ar þar sem var mikið fjöl­menni og blaðamenn mætt­ir frá lönd­um á borð við Bret­land, Þýska­land, Aust­ur­ríki og Dan­mörku til þess eins að ná tali af Jónsa. Þess má til gam­ans geta að breski blaðamaður­inn var hok­inn af reynslu þegar kem­ur að stór­stjörn­um en hann hafði tekið viðtöl við all­ar helstu stjörn­ur heims og er auk þess drauga­höf­und­ur ævi­sögu Phils Coll­ins, Not Dead Yet. Dag­inn eft­ir opn­un­ina var sá blaðamaður rok­inn til þess að taka viðtal við söngv­ar­ann Robbie Williams. Þetta gef­ur kannski ákveðna hug­mynd um frægð Jónsa, en það var kannski löngu vitað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú lendir í ýmsum uppákomum, sem munu þó, ef þú sýnir þolinmæði, snúast fyrir rest þér í hag. Hættu því. Vertu lítillátur og láttu ekki drambsemi ná tökum á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Col­leen Hoo­ver
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú lendir í ýmsum uppákomum, sem munu þó, ef þú sýnir þolinmæði, snúast fyrir rest þér í hag. Hættu því. Vertu lítillátur og láttu ekki drambsemi ná tökum á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Col­leen Hoo­ver
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir