Drengurinn Fengurinn fær styrk

Egill Logi Jónasson.
Egill Logi Jónasson. Ljósmynd/Þórunn Hafstað

Útdeilt hef­ur verið úr Minn­ing­ar­sjóði Svavars Pét­urs Ey­steins­son­ar í annað sinn.

Eg­ill Logi Jónas­son, sem geng­ur und­ir lista­manns­nafn­inu Dreng­ur­inn Feng­ur­inn, hlýt­ur einn­ar millj­ón króna styrk úr Minn­ing­ar­sjóði Svavars Pét­urs Ey­steins­son­ar í ár, til að vinna að verk­efn­inu Dream­boy Syndica­te sem held­ur utan um alla lists­sköp­un Eg­ils Loga sem býr og starfar á Ak­ur­eyri.

„Eg­ill er mjög af­kasta­mik­ill listamaður sem legg­ur bæði stund á mynd­list og tónlist og hef­ur gefið út fjöl­marg­ar breiðskíf­ur. Inn­an verk­efn­is­ins er einnig prent­verk, tón­listar­út­gáfa, tón­leika­hald, hljóðver, nor­rænt sam­starf og fleira,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

„Mér finnst mik­il­vægt að láta verk­in tala og því er ég mikið að vinna með það að láta vaða. Það geri ég til að vera á und­an sjálfs­ef­an­um. Það sem ein­kenn­ir mína list og tónlist er kannski að ég er ekk­ert endi­lega að vinna verk þangað til að ég tel að þau séu full­kom­in. Ég hef reynt það en þá end­ar maður oft­ast á því að fest­ast í óöryggi og skil­ar svo kannski engu af sér. Ég held að það sé vax­andi löngun í mann­leg og hrá verk á tímum gervi­greind­ar og full­komn­un­ar. Tölvur eru full­komn­ar, fólk er gallað og það er fal­legt,“ seg­ir Eg­ill.

Hátt í fjör­tíu um­sókn­ir bár­ust í sjóðinn í ár en í rök­stuðningi stjórn­ar seg­ir: „Verk­efnið er frum­kvöðlastarf sem er keyrt áfram af mikl­um drif­krafti, hug­sjón og skýrri sýn. Verk­efnið er jafn­framt vel af­markað og með skýra áætl­un.“

Stjórn sjóðsins skipa Berg­lind Häsler, formaður, Elsa Þórey Ey­steins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri, Bene­dikt Her­mann Her­manns­son, Björn Kristjáns­son og Guðfinna Mjöll Magnús­dótt­ir.

Egill ásamt stjórn sjóðsins.
Eg­ill ásamt stjórn sjóðsins. Ljós­mynd/Þ​ór­unn Hafstað

Um sjóðinn:

Minn­ing­ar­sjóður Svavars Pét­urs var stofnaður árið 2023 með það að leiðarljósi að halda minn­ingu ein­staks lista­manns á lofti, en Svavar Pét­ur lést úr krabba­meini 29. sept­em­ber árið 2022. Svavar Pét­ur var best þekkt­ur sem tón­list­armaður­inn Prins Póló. Hann var ein­stak­lega kraf­mik­ill, vinnu­sam­ur, fjöl­hæf­ur og fram­taks­sam­ur tón­list­armaður, mynd­list­armaður, hönnuður, mat­væla­fram­leiðandi, frum­kvöðull og bóndi sem veitti fjölda fólks inn­blást­ur með verk­um sín­um og vinnu, hug­myndauðgi, kjarki og þori.

Mark­mið sjóðsins er að styðja við lista­menn og frum­kvöðla sem vinna með ein­hverj­um hætti í sama anda og Svavar Pét­ur. Stjórn sjóðsins hef­ur unnið öt­ul­lega að fjár­mögn­un hans með fjöl­mörg­um verk­efn­um.

Í sam­starfi við 66°Norður var gerð flí­speysu­út­gáfa af Haust­peysu Prins­ins. Peys­an var hönnuð af Svavari Pétri í sam­starfi við 66°Norður, og var ágóði af sölu til­einkaður sjóðnum. Einnig stóð stjórn sjóðsins fyr­ir Hátíð hirðar­inn­ar: Af­mælis­tón­leik­um Prins Póló, þar sem fjöl­marg­ir tón­list­ar­menn komu fram og gáfu vinnu sína fyr­ir málstaðinn. Þá var myndaður Hlaupa­hóp­ur Hirðar­inn­ar þar sem gal­vask­ir hlaup­ar­ar hlupu og söfnuðu áheit­um í Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka. Og að sjálf­sögðu verður aft­ur hlaupið fyr­ir Minn­ing­ar­sjóðinn í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu í sum­ar.

Þeim sem vilja leggja sjóðnum lið með sam­starfi, vinnu­fram­lagi eða ein­hverju allt öðru er bent á að hafa sam­band, havari@havari.is. Þau sem vilja styðja við sjóðinn með fjár­fram­lagi er bent á að milli­færa á reikn­ing: 0133-26-9936 kt. 650423-2830.

Egill fagnar.
Eg­ill fagn­ar. Ljós­mynd/Þ​ór­unn Hafstað
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú þarft að undirbúa þig vandlega fyrir afdrifaríka ákvörðun. Láttu skyldur þínar ganga fyrir öllu öðru. Nú er rétti tíminn til þess að ræða við stjórnendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Torill Thorup
3
Lotta Lux­en­burg
5
Satu Rämö
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú þarft að undirbúa þig vandlega fyrir afdrifaríka ákvörðun. Láttu skyldur þínar ganga fyrir öllu öðru. Nú er rétti tíminn til þess að ræða við stjórnendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Torill Thorup
3
Lotta Lux­en­burg
5
Satu Rämö