Bókinni skilað hálfri öld of seint

Jón úr Vör mun hafa afgreitt lánþegann þegar bókin var …
Jón úr Vör mun hafa afgreitt lánþegann þegar bókin var tekin að láni. Samsett mynd

Bók sem lánuð var út af bóka­safni Kópa­vogs fyr­ir rúm­lega hálfri öld síðan skilaði sér loks­ins á dög­un­um í sekt­lausri viku. Jón úr Vör mun hafa af­greitt lánþeg­ann þegar bók­in var tek­in út.

Bóka­safnið grein­ir frá því á Face­book að barna­bók­in Kata í Am­er­íku eft­ir Astrid Lind­gren haf skilað sér vikunnu eft­ir 56 ár í út­láni. Bók­inni átti að skila 2. júní 1969.

Bókinni átti að skila 2. júní 1969.
Bók­inni átti að skila 2. júní 1969. Ljós­mynd/​Kópa­vog­ur

Er þetta lengsta út­lán í sögu Bóka­safns Kópa­vogs, að sögn, en í færsl­unni seg­ir að lánþeg­inn hafi verið að taka til á háa­loft­inu þegar bók­in kom í leit­irn­ar og auðvitað hafi verið við hæfi að nýta sekt­ar­lausu vik­una sem er í gangi 5.-11. maí að til­efni af 70 ára af­mæli Kópa­vogs­bæj­ar.

Það mun hafa verið skáldið Jón úr Vör sem af­greiddi lánþeg­ann þegar bók­in var tek­in að láni árið 1969 en þá var bóka­safnið aðeisn starf­rækt í litlu her­bergi í Kárs­nesskóla.

Jón var fyrsti bæj­ar­bóka­vörður Kópa­vogs­bæj­ar, en bóka­safnið fagn­ar 72 ára af­mæli á ár­inu.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð: Í upp­runa­legri út­gáfu frétt­ar hafði blaðamaður farið orðavillt og sagt að bók­inni hafi verið skilað hálf­um ára­tugi of seint. Hið rétta er að henni var skilað hálfri öld of seint

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Það kemur að því að yfirmenn þínir taka eftir framlagi þínu. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Það kemur að því að yfirmenn þínir taka eftir framlagi þínu. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver