Vill grafa stríðsöxina fyrir aðdáendurna

Andreas Kisser á Lollapalooza-hátíðinni í Brasilíu í vor. ​
Andreas Kisser á Lollapalooza-hátíðinni í Brasilíu í vor.  ​ AFP/Pablo Porciuncula

Bræðrun­um Max og Igor Ca­val­era hef­ur verið boðið að koma fram á loka­tón­leik­um Sepultura, málm­bands­ins sem þeir stofnuðu árið 1984, sem fyr­ir­hugaðir eru seint á næsta ári í São Pau­lo í Bras­il­íu. Þetta staðfest­ir gít­ar­leik­ar­inn og hljóm­sveit­ar­stjór­inn, Andreas Kiss­er, í sam­tali við Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins. Max hætti í fússi í Sepultura 1996 vegna ágrein­ings og Igor ára­tug síðar. 

„Það verður svaka­leg Sep­ul-veisla, þangað sem aðdá­end­um okk­ar og bönd­um sem eru okk­ur kær verður stefnt," seg­ir Kiss­er. „Svo koma von­andi all­ir fyrr­ver­andi meðlim­ir Sepultura fram með okk­ur líka, þeirra á meðal Ca­val­era-bræðurn­ir. Við vilj­um bjóða þeim í veisl­una, þrátt fyr­ir ágrein­ing okk­ar. Hverj­um er ekki sama hver hafði á réttu að standa og hver var í órétti fyr­ir öll­um þess­um árum? Þessi veisla er fyr­ir aðdá­end­urna.

Leggj­um ágrein­ing­inn því til hliðar. Fyr­ir fólkið okk­ar. Auðvitað sjá­um við mál­in ekki í sama ljósi en hverj­um er ekki sama? Kom­um sam­an, djömm­um og Sepulser­um. Einu sinni að lok­um. Við lögðum svo hart að okk­ur til að skapa þessa mús­ík sam­an og koma henni á fram­færi. Þannig að, ger­um þetta fyr­ir aðdá­end­urna, okk­ur sjálfa og fjöl­skyld­ur okk­ar! Þetta er ein­stakt tæki­færi til að þakka fyr­ir okk­ur.“

Max Cavalera hætti í Sepultura 1996.
Max Ca­val­era hætti í Sepultura 1996. AFP

 – Ertu bjart­sýnn á að Max og Igor þiggi boðið?

„Ég veit ekk­ert um það. Það er und­ir þeim komið en ég vona það svo sann­ar­lega. Tím­inn mun leiða það í ljós.“ 

Í fyrsta sinn á Íslandi

Sepultura leik­ur í fyrsta sinn á Íslandi miðviku­dag­inn 4. júní. „Ég er mjög spennt­ur að koma til Íslands. Við höf­um farið víða á löng­um ferli, heim­sótt um 80 lönd, og nú bæt­ist Ísland við þann lista. Okk­ur hef­ur lengi langað að koma og þetta á eft­ir að verða mergjað. Við ætl­um að bjóða ykk­ur upp á það besta frá ferli Sepultura og þetta kem­ur til með að verða mjög sér­stakt kvöld,“ seg­ir Kiss­er.

Ítar­lega er rætt við hann í Sunnu­dags­blaðinu. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þér opnast skyndilega nýr heimur og átt fullt í fangi með að átta þig á öllu því sem að honum fylgir. Stjórnun á tíma og peningum eru eitt og hið sama núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Col­leen Hoo­ver
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þér opnast skyndilega nýr heimur og átt fullt í fangi með að átta þig á öllu því sem að honum fylgir. Stjórnun á tíma og peningum eru eitt og hið sama núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Col­leen Hoo­ver
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir