Axel O fer alla leið í kántrítónlistinni

Axel O verður með 60 ára afmælistónleika 31. maí.
Axel O verður með 60 ára afmælistónleika 31. maí. Ljósmynd/Gassi

Kántrí­tónlist er vin­sælli en marg­ur held­ur og tón­list­armaður­inn Axel Ómars­son hef­ur haldið merk­inu hátt á lofti og meðal ann­ars gefið út 39 lög, þar af 26 frum­sam­in. Hann held­ur 60 ára af­mælis­tón­leika með hljóm­sveit sinni í Linda­kirkju laug­ar­dag­inn 31. maí og hefjast þeir klukk­an 20. Sér­stak­ir gest­ir verða Milo Deer­ing, pe­dal steel-gít­ar­leik­ari, og söng­kon­an Kins­ey Rose, sem eru með á nýj­ustu plötu Ax­els O, Dallas Sessi­ons – Acoustic Co­vers, en á henni eru sjö ábreiður af fræg­um lög­um.

Mik­ill tón­listaráhugi er í fjöl­skyldu Ax­els. Hann flutti til Banda­ríkj­anna þegar hann var 16 ára og bjó þar í tíu ár. „Ég bjó með fjöl­skyldu minni í Texas og Okla­homa og mótaðist þar, inn­byrti þenn­an kántrí­á­huga, sem ég tók með mér til Íslands. Ég byrjaði svo að koma fram op­in­ber­lega upp úr 2010 og stofnaði hljóm­sveit­ina Axel O & Co. 2015.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Það er bráðnauðsynlegt að missa aldrei sjónar af fjármálastöðunni. Hann áttar sig á því að besta leiðin til hamingju er með því að vera hjálpsamur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Það er bráðnauðsynlegt að missa aldrei sjónar af fjármálastöðunni. Hann áttar sig á því að besta leiðin til hamingju er með því að vera hjálpsamur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver