This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Stemningin í Basel er rafmögnuð um þessar mundir en Eurovision fer fram í svissnesku borginni næstu daga.
Þúsundir aðdáenda streyma að St. Jakobshalle, sem rúmar 12.400 manns, þar sem tvennum undanúrslitum verður hleypt af stokkunum á þriðjudag og fimmtudag og sjálft úrslitakvöldið fer fram næsta laugardag.
Blaðamenn mbl.is eru komnir á staðinn og munu flytja lesendum helstu fréttir af því sem fram fer næstu daga.
Ísland fær það einstaka hlutskipti að opna fyrri undankeppnina á þriðjudagskvöldið kl. 19 að íslenskum tíma, þegar VÆB-bræðurnir flytja vinsæla smellinn „Róa“. Þeir setja þannig tóninn fyrir 15 keppnislög kvöldsins.
Bræðurnir unnu Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr á árinu og sögðu í tilkynningu á samfélagsmiðlum: „We are Væb and we're competing for Iceland in Eurovision … Let's go!“
Vinsældir VÆB-bræðranna hafa náð óvæntum hæðum heima fyrir – svo mjög að stór hluti íslenskra barna klæddi sig upp sem bræðurnir á öskudaginn.
Nú virðist æði þeirra hins vegar hafa náð alla leið til Basel en laglínur lagsins „Róa“ má heyra víða um borgina og íslenskir fánar blakta við hún fyrir utan Eurovision Village, þar sem tónleikar og sjónvarpsútsendingar fara fram alla vikuna.