Fagnar fyrsta mæðradeginum sem þriggja barna móðir

Brasilíska ofurmódelið Gisele Bundchen þegar hún mætti til Met Gala-viðburðarins …
Brasilíska ofurmódelið Gisele Bundchen þegar hún mætti til Met Gala-viðburðarins í Metropolitan-safninu 2023. ANGELA WEISS / AFP

Of­ur­fyr­ir­sæt­an Gisele Bundchen fagnaði mæðra­deg­in­um í gær í fyrsta skipti sem þriggja barna móðir. Af því til­efni deildi Bundchen mynd­um af hvít­voðungn­um á In­sta­gram sem hún eignaðist með kær­asta sín­um Joaquim Valente. 

„Ég hef verið þögul og mjög upp­tek­in við að lifa líf­inu ... Stund­um er fal­leg­ustu augna­blik­un­um ekki deilt – held­ur þau upp­lifuð.“ Svona byrj­ar færsla Bundchen. 

Of­ur­fyr­ir­sæt­an skrifaði langa færslu um mæðradag­inn og sagði m.a. að þrátt fyr­ir að hafa misst móður sína í janú­ar 2024 eft­ir bar­áttu við krabba­mein þá sé „hjarta henn­ar fullt“. 

Þá seg­ir hún einnig að móður­hlut­verkið sé henn­ar stærsta gjöf sem hafi gert hana auðmjúka, kennt henni og fyllt hana þakk­læti hvern ein­asta dag.

Son­ur Bundchen og Valente er þriggja mánaða en fyr­ir átti Bundchen Benjam­in, 15 ára, og Vi­vi­an, 12 ára, með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um og fyrr­ver­andi ruðning­skapp­an­um, Tom Bra­dy.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Gisele Bündchen (@gisele)

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Reyndu að halda öllu í sem beztu jafnvægi svo þú eigir auðveldar með að ráða fram úr þeim vandamálum, sem banka upp á. Ekki halda aftur af þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Col­leen Hoo­ver
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Reyndu að halda öllu í sem beztu jafnvægi svo þú eigir auðveldar með að ráða fram úr þeim vandamálum, sem banka upp á. Ekki halda aftur af þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Col­leen Hoo­ver
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir