Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen fagnaði mæðradeginum í gær í fyrsta skipti sem þriggja barna móðir. Af því tilefni deildi Bundchen myndum af hvítvoðungnum á Instagram sem hún eignaðist með kærasta sínum Joaquim Valente.
„Ég hef verið þögul og mjög upptekin við að lifa lífinu ... Stundum er fallegustu augnablikunum ekki deilt – heldur þau upplifuð.“ Svona byrjar færsla Bundchen.
Ofurfyrirsætan skrifaði langa færslu um mæðradaginn og sagði m.a. að þrátt fyrir að hafa misst móður sína í janúar 2024 eftir baráttu við krabbamein þá sé „hjarta hennar fullt“.
Þá segir hún einnig að móðurhlutverkið sé hennar stærsta gjöf sem hafi gert hana auðmjúka, kennt henni og fyllt hana þakklæti hvern einasta dag.
Sonur Bundchen og Valente er þriggja mánaða en fyrir átti Bundchen Benjamin, 15 ára, og Vivian, 12 ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum og fyrrverandi ruðningskappanum, Tom Brady.