Söng- og leikkonan Jennifer Lopez deildi myndbandi af sér á Instagram þar sem hún dansar á ströndinni og fagnar því að vera búin að klára tökur á kvikmyndinni Office Romance, sem framleidd var fyrir Netflix.
Office Romance eru rómantískir gamanþættir en mótleikari Lopez í þáttunum er Brett Goldstein, sem er sagður hafa verið lengi skotinn í leikkonunni.
Á myndskeiðinu er hún í hvítum bikinítopp og síðu pilsi sem flaksast í golunni þegar hún dansar í flæðarmálinu.
Eitthvað er óvíst hvar myndskeiðið er tekið en Lopez setti inn aðra færslu fyrr um daginn í tilefni af mæðradeginum sem merkt var Dóminíska lýðveldinu.