Réttarhöld hefjast yfir Sean „Diddy“ Combs

Sean Combs, betur þekktur sem P. Diddy.
Sean Combs, betur þekktur sem P. Diddy. AFP/Angela Weiss

Rétt­ar­höld­in yfir tón­list­ar­mann­in­um Sean „Diddy“ Combs hóf­ust form­lega í dómssal í New York í Banda­ríkj­un­um í dag. Tals­verð röð hafði mynd­ast fyr­ir utan dóm­stól­inn í morg­un áður en rétt­ar­höld­in hóf­ust. 

Combs, sem iðulega er þekkt­ur und­ir lista­manna­nafn­inu P. Diddy er ákærður fyr­ir kyn­ferðis­brot, svo sem man­sal, mann­rán og að byrla og þvinga kon­ur til kyn­lífs. Einnig er hann ákærður fyr­ir hót­an­ir með skot­vopn­um eða of­beldi. Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un BBC.

Rétt­ar­höld­in hingað til

Fyr­ir viku síðan hóf­ust rétt­ar­höld­in með vali á kviðdóm. Dóm­ari máls­ins er Arun Su­bramani­an og lauk val­inu í dag með kviðdóm sem sam­an­stend­ur af átta körl­um og fjór­um kon­um.

Við val á kviðdómi var gengið úr skugga um að all­ir sem í hon­um sitja væru hlut­laus­ir í mál­inu. Ef sak­sókn­ara eða verj­enda fannst sem mögu­leiki væri á að kviðdóm­end­ur væri hlut­dræg­ir var þeim vísað frá.

Loka­vali á tólf manna kviðdómi og sex vara­mönn­um var skilað um klukk­an tvö í dag og voru þau svar­in til embætt­is rétt fyr­ir þrjú.  

Móðir P. Diddy, Janice Combs (til hægri) mætir í dómshúsið …
Móðir P. Diddy, Janice Combs (til hægri) mæt­ir í dóms­húsið í dag. AFP/​Timot­hy A. Clary

Verj­end­ur og sak­sókn­ar­ar máls­ins

Sá sem leiðir vörn Combs er Marc Agnifi­lo, lög­fræðing­ur sem hef­ur áður tekið að sér mál sem vekja mikla at­hygli. Má þar til dæm­is nefna Luigi Mangi­o­ne sem ákærður hef­ur verið fyr­ir morðið á Bri­an Thomp­son for­stjóra stærsta sjúkra­trygg­inga­fyr­ir­tæk­is Banda­ríkj­anna. 

Ásamt hon­um eru sex aðrir lög­fræðing­ar í verj­enda­hópn­um.

Opn­un­ar­ræður sak­sókn­ara

Sak­sókn­ar­inn Em­ily A. John­son var fyrst upp í pontu í dag. Þar lýsti hún því hvernig Combs hafi í rúm 20 ár rekið glæp­a­starf­semi með hjálp líf­varða sinna og starfs­manna. 

Einnig minnt­ist hún á Cassie Ventura, fyrr­um maka Combs, en talið er að hún verði oft nefnd í þessu máli þar sem hann er ásakaður um að hafa beitt hana lík­am­legu og kyn­ferðis­legu of­beldi ásamt því að hafa kúgað hana.

Mynd­skeið af lík­ams­árás Diddy á Cassie er talið lík­legt að verði spilað seinna í rétt­ar­höld­un­um og það oft­ar en einu sinni. 

Talsverð gæsla var við þinghúsið vegna réttarhaldanna.
Tals­verð gæsla var við þing­húsið vegna rétt­ar­hald­anna. AFP/​Kena Bet­anc­ur

Opn­un­ar­ræður verj­anda

Lög­fræðiteymi Diddy hóf opn­un­ar­ræðu sína eft­ir að sak­sókn­ari lauk máli sínu í kring­um hálf fjög­ur í dag. Teny Geragos, ein af verj­end­um Combs fór með opn­un­ar­ræðuna.

Þar játaði hún að hegðun hans gæti flokk­ast und­ir heim­il­isof­beldi en að hún flokk­ist ekki und­ir man­sal né skipu­lagða glæp­a­starf­semi. 

Minnt­ist hún einnig á par­tí­in sem Combs er sagður hafa haldið og sagði að allt sem hafi átt sér stað þar hefði verið með samþykki.

Þetta var síðasta ræðan áður en dóms­stól­inn tók hlé.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Farðu varlega í fjármálum í dag, það gildir bæði um verslun og peningaeyðslu. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Farðu varlega í fjármálum í dag, það gildir bæði um verslun og peningaeyðslu. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir