„Við fórum inn í þetta blindandi“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Norður­landapartí Eurovisi­on var haldið með pompi og prakt í EuroClub-höll­inni við Messe Basel um helg­ina.

    Þar fluttu Norður­lönd­in lög sín í keppn­inni og kynnt­ust bet­ur áður en keppn­in hefst í St. Jak­obs­hall í vik­unni. Á þriðju­dag­inn fer fram fyrra undanúr­slita­kvöldið. Þá ríður Ísland fyrst allra landa á vaðið en alls 15 lög keppa það kvöld um sæti í úr­slit­un­um 17. maí. Bræðurn­ir Hálf­dán Helgi og Matth­ías Davíð, sem mynda tví­eykið VÆB, keppa fyr­ir hönd Íslands.

    Allt sam­kvæmt áætl­un

    Við náðum tali af bræðrun­um í miðju Norður­landapar­tí­inu og aðspurðir um það hvernig keppn­in leggst í þá bræður segja þeir æv­in­týrið ganga vel: „Þetta er allt sam­an accord­ing to plan.“

    Bræðurn­ir viður­kenna að þeir hafi farið inn í Eurovisi­on-æv­in­týrið án mik­illa vænt­inga:
    „Ég veit ekki al­veg við hverju maður var að bú­ast. Maður var ekki með nein­ar vænt­ing­ar. Við fór­um inn í þetta blind­andi, þetta er bara full­komið.“

    Alban­ía „alltaf topp­ur­inn“

    Dag­arn­ir í Basel hafa nú þegar fært þeim nýja vini og minn­ing­ar til lífstíðar.

    „Hvar eig­um við að byrja? Alban­ía er alltaf topp­ur­inn hjá okk­ur. Ég elska Alban­íu ekk­ert eðli­lega mikið. Það er svona 50 ára gam­all gaur – al­gjört le­g­end. Írarn­ir frá­bær­ir en Emmy frá Írlandi er ótrú­lega skemmti­leg.“

    Myndu skipta við Svíþjóð

    Ef þeir mættu, að gamni, skipta um lag og atriði í keppn­inni, væri valið ein­falt:
    „Svíþjóð er með ekk­ert eðli­lega nett atriði, segj­um bara Svíþjóð, ég held að það sé lok­aniðurstaðan. Nett­ir gaur­ar með nett lag og nett atriði.“

    Augn­sam­bandið lyk­il­atriði

    Mik­il­væg­asta hefð bræðranna fyr­ir hvern flutn­ing er ein­föld:

    „Þegar hóp­ur­inn kem­ur sam­an og all­ir horfa í aug­un á hver öðrum. Tengj­ast. We are in this toget­her. Það eru all­ir með in-ear þannig það heyr­ir eng­inn neitt en bara augn­sam­band og conn­ecti­on síðustu mín­út­urn­ar fyr­ir stóra sviðið. All­ir sam­an í þessu.“

    Við hjá mbl.is fylgj­umst áfram með und­ir­bún­ingi ís­lenska hóps­ins og fær­um les­end­um bein­ar frétt­ir frá Basel næstu daga. 

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Stjörnuspá »

    Meyja

    Sign icon Ef þú beitir rökhugsuninni um of missirðu af kraftaverkinu. Gættu þess að viðbrögðin þín valdi því ekki að aðrir misskilji þig þegar þú vilt draga þig í hlé.
    síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
    1
    Torill Thorup
    2
    Lotta Lux­en­burg
    3
    Satu Rämö
    4
    Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
    5
    Col­leen Hoo­ver
    Fleira áhugavert

    Stjörnuspá »

    Meyja

    Sign icon Ef þú beitir rökhugsuninni um of missirðu af kraftaverkinu. Gættu þess að viðbrögðin þín valdi því ekki að aðrir misskilji þig þegar þú vilt draga þig í hlé.
    síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
    1
    Torill Thorup
    2
    Lotta Lux­en­burg
    3
    Satu Rämö
    4
    Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
    5
    Col­leen Hoo­ver