This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Hafdís Sól Björnsdóttir
Nokkrir klukkutímar eru í að Ísland opni fyrra undanúrslitakvöld Eurovision í St. Jakobshalle – en bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð segjast rólegir og fullir tilhlökkunar eftir síðustu sviðsæfinguna.
Aðspurðir um magatilfinninguna segja þeir hana góða:
„Mjög góð, við erum spenntir. Þetta er mjög gaman. Við vorum að klára æfinguna og allt.“
„Ekki neitt stressaðir, bara peppaðir. Þetta verður gaman og ég hef trú á þessu.“
Hvert er planið næstu klukkutímana?
„Hárþvottur, smink, hár og svo hvíla.“
„Þeir myndu örugglega bara vera eitthvað: Yo, þetta er crazy. Vá sæll, Eurovision – ó mæ gad, stemning!“
Lokaskilaboð til fólksins heima í stofu eru einföld:
„VÆB-búðin er opin til sex í kvöld ef þið viljið kaupa gleraugu. Nei, ég er að djóka. Bara vonandi njóta allir. Fáið ykkur popp og setjist niður. Þetta verður veisla, “ segir Matthías.
Ég vona að þið skemmtið ykkur, það er draumurinn minn,“ bætir Hálfdán Helgi við.
mbl.is fylgist áfram með beinu útsendingunni í kvöld þegar „Róa“ fær að hljóma fyrst allra laga í undanúrslitunum.