Allt gekk eins og það átti að gera þegar VÆB-bræðurnir, Hálfdán Helgi og Matthías Davíð, opnuðu Eurovision-söngvakeppnina í Basel í Sviss nú í kvöld.
Bræðurnir stigu á sviðið af miklu öryggi og var fagnað ákaft.
Nú eru örlögin í höndum Evrópu, en tíu lönd komast áfram í úrslitakvöldið sem fer fram á laugardag.
mbl.is er í Basel og heldur áfram að flytja fréttir beint frá keppninni.