Endurupptaka í máli Menendez-bræðra hefst í dag

Bræðurnir voru dæmdir í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.
Bræðurnir voru dæmdir í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.

End­urupp­taka í máli Erik og Lyle Men­endez hefst í dag. Bræðurn­ir gætu fengið væg­ari dóm og losnað úr fang­elsi eft­ir að hafa setið í fang­elsi í þrjá ára­tugi.

Bræðurn­ir voru dæmd­ir í lífstíðarfang­elsi án mögu­leika á reynslu­lausn fyr­ir að hafa skotið for­eldra sína til bana á heim­ili þeirra í Bever­ly Hills árið 1989. 

Talið var að bræðurn­ir hefðu framið morðið til að kom­ast yfir auðæfi for­eldra sinna en bræðurn­ir bera fyr­ir sig sjálfs­vörn og segj­ast hafa verið beitt­ir and­legu, lík­am­legu og kyn­ferðis­legu of­beldi af hálfu for­eldra sinna í mörg ár. 

Mikið hef­ur verið fjallað um mál bræðranna en áhug­inn jókst enn frek­ar eft­ir að sjón­varpsþætt­ir um mál þeirra hófu göngu sína á Net­flix í haust. End­urupp­tak­an á mál­inu kem­ur í kjöl­far sjón­varpsþátt­anna. 

Bræðurn­ir gætu borið vitni

Málið fer fram fyr­ir lukt­um dyr­um og er bú­ist við að rétt­ar­höld­in standi yfir í tvo daga. Litið verður til nýrra sönn­un­ar­gagna í mál­inu auk þess þar sem hlustað verður á vitn­is­b­urð vitna.

Lögmaður bræðranna hef­ur gefið út að fjöl­skylda bræðranna, fanga­verðir og at­ferl­is­fræðing­ar muni bera vitni í dómsal auk þess sem mögu­legt er að bræðurn­ir stígi í vitna­stúk­una. 

Bræðurn­ir játuðu brot­in á sín­um tíma og er mark­miðið með end­urupp­tök­unni ekki að draga í efa sak­næmi þeirra held­ur þess í stað að líta til þess hvort þeir hafi end­ur­hæfst. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Vertu ekkert að ræða framtíðaráætlanir þínar við aðra, því þú munt ekki fá þá hvatningu sem þú þarft á að halda. Gefðu þér tíma til að hafa samband við vini og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Col­leen Hoo­ver
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Vertu ekkert að ræða framtíðaráætlanir þínar við aðra, því þú munt ekki fá þá hvatningu sem þú þarft á að halda. Gefðu þér tíma til að hafa samband við vini og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Col­leen Hoo­ver
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir