Fyrra undanúrslitakvöld Eurovision fer fram í kvöld, en bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð í VÆB opna kvöldið með laginu sínu RÓA. Fylgst verður með gangi mála á undanúrslitakvöldinu hér í beinni lýsingu.
VÆB-bræðurnir fluttu lag sitt á dómararennsli í Basel í gær við góðar undirtektir. Veðbankar voru hrifnir af flutningi VÆB og eru þeir ásamt framlagi Slóveníu og Aserbaídsjan í baráttu um að komast í úrslitin á laugardaginn. Seinna undanúrslitakvöldið fer fram á fimmtudaginn.
Röð keppenda í kvöld er eftirfarandi: