„Okkur finnst víða reimt“

Unfiled hefur haldið bæði standandi og sitjandi tónleika. Hér er …
Unfiled hefur haldið bæði standandi og sitjandi tónleika. Hér er Guðmundur standandi en Atli sitjandi. Ljósmynd/Marta Zajac-Krysiak

„Okk­ur finnst víða reimt og vilj­um sækja það,“ seg­ir Atli Bolla­son um inni­hald nýrr­ar plötu Un­fi­led. Atli  skip­ar ásamt Guðmundi Úlfars­syni raf­tón­list­ar- og listatvíeykið Un­fi­led sem ný­verið sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, sam­nefnda dú­ett­in­um. Plat­an hef­ur að geyma sex lög eft­ir þá fé­laga sem vinna jöfn­um hönd­um í ólík­um list­grein­um, tónlist og sjónlist, og er hún gef­in út bæði í föstu formi og sta­f­rænu, á Bandcamp og á vínyl.

Í til­kynn­ingu frá þeim fé­lög­um seg­ir að „uggvæn­leg stemn­ing plöt­unn­ar“ sé að miklu leyti kom­in til vegna notk­un­ar þeirra á rúss­neska hljóðgervl­in­um Lyru sem sagður er líf­rænn-hliðrænn og hag­ar sér oft með nokkuð ófyr­ir­sjá­an­leg­um hætti, líkt og reimt væri í vél­inni. „Lang­ar spunalot­ur á Lyr­una voru fangaðar á (sta­f­rænt) band og svo klippt­ar niður, skæld­ar og bjagaðar, og sett­ar í nýtt sam­hengi. Nær öll hljóð plöt­unn­ar, utan slag­verks, voru sköpuð með þess­um hætti,“ seg­ir um þann hljóðheim.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finnist þér of miklar kröfur vera gerðar til þín gæti það reynst þér nauðsynlegt að komast í burtu um tíma. jafnvel þótt nýtt verkefni sé að reyna að soga þig til sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Lotta Lux­en­burg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finnist þér of miklar kröfur vera gerðar til þín gæti það reynst þér nauðsynlegt að komast í burtu um tíma. jafnvel þótt nýtt verkefni sé að reyna að soga þig til sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Lotta Lux­en­burg