Veðbankar spá því að Ísland lendi í 24. sæti

Gleðin leyndi sér ekki þegar kynnir kvöldsins tilkynnti að Ísland …
Gleðin leyndi sér ekki þegar kynnir kvöldsins tilkynnti að Ísland væri komið áfram í úrslit Eurovision. Eurovision/Alma Bengtsson

Sam­kvæmt veðbönk­um mun Ísland lenda í 24. sæti á úr­slita­kvöldi Eurovisi­on á laug­ar­dag­inn. Margt get­ur þó breyst og ekki er endi­lega hægt að treysta á spá veðbank­anna.

Íslandi var ekki spáð áfram af veðbönk­um í gær, en sú spá raun­gerðist ekki og Ísland flaug áfram í úr­slit­in. Það vakti mikla at­hygli að Belg­inn Red Sebastian komst ekki áfram en veðbank­ar töldu 90% lík­ur á því að hann kæm­ist í úr­slit. Það má því ekki full­kom­lega treysta á veðbank­ana þegar kem­ur að Eurovisi­on, allt get­ur gerst!

Ísland á í mestri bar­áttu við Lit­há­en, Dan­mörku, Grikk­land og Lett­land miðað við spár veðbank­anna.

Væb bræður og Ingi Bauer, meðhöfundur lagsins RÓA, voru ánægðir …
Væb bræður og Ingi Bau­er, meðhöf­und­ur lags­ins RÓA, voru ánægðir með niður­stöður gær­kvölds­ins. Eurovisi­on/​Alma Bengts­son

Fyr­ir­komu­lagið í undanúr­slit­um er hins veg­ar öðru­vísi en það verður á úr­slita­kvöld­inu. Í undanúr­slit­um eru aðeins at­kvæði kjós­enda sem skipta máli. Á úr­slita­kvöld­inu vega niður­stöður dóm­nefnd­anna til helm­ings á móti niður­stöðum at­kvæðagreiðslna. Það er því margt sem get­ur breyst. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þú sért úrkula vonar um að finna lausnina á vandamálinu sem þú glímir við skaltu ekki gefast upp. Ef þú leitar svars munt þú finna það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Col­leen Hoo­ver
3
Torill Thorup
4
Lotta Lux­en­burg
5
Satu Rämö
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þú sért úrkula vonar um að finna lausnina á vandamálinu sem þú glímir við skaltu ekki gefast upp. Ef þú leitar svars munt þú finna það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Col­leen Hoo­ver
3
Torill Thorup
4
Lotta Lux­en­burg
5
Satu Rämö