Samkvæmt veðbönkum mun Ísland lenda í 24. sæti á úrslitakvöldi Eurovision á laugardaginn. Margt getur þó breyst og ekki er endilega hægt að treysta á spá veðbankanna.
Íslandi var ekki spáð áfram af veðbönkum í gær, en sú spá raungerðist ekki og Ísland flaug áfram í úrslitin. Það vakti mikla athygli að Belginn Red Sebastian komst ekki áfram en veðbankar töldu 90% líkur á því að hann kæmist í úrslit. Það má því ekki fullkomlega treysta á veðbankana þegar kemur að Eurovision, allt getur gerst!
Ísland á í mestri baráttu við Litháen, Danmörku, Grikkland og Lettland miðað við spár veðbankanna.
Fyrirkomulagið í undanúrslitum er hins vegar öðruvísi en það verður á úrslitakvöldinu. Í undanúrslitum eru aðeins atkvæði kjósenda sem skipta máli. Á úrslitakvöldinu vega niðurstöður dómnefndanna til helmings á móti niðurstöðum atkvæðagreiðslna. Það er því margt sem getur breyst.