Mynd af VÆB-bræðrum, Hálfdáni Helga og Matthíasi Davíð Matthíassonum, prýðir forsíðu menningarhluta BBC-vefsins.
Umfjöllunin er hluti af upphitun fyrir úrslitakvöldið sjálft á laugardaginn. Þar keppa bræðurnir í fyrri hluta kvöldsins og flytja lagið „RÓA“ á nýjan leik fyrir Evrópu.