Guðrún hrækir á Ragnar í 6. sinn

Mæðginin Ragnar og Guðrún.
Mæðginin Ragnar og Guðrún.

Nýju verki eft­ir Ragn­ar Kjart­ans­son, „Me and My Mot­her 2025“, hef­ur verið bætt við sýn­ingu hans Brúna tíma­bilið sem hef­ur staðið opin í i8 Granda frá 18. janú­ar og mun standa til 18. des­em­ber. Brúna tíma­bilið er sýn­ing þar sem fikt og til­rauna­mennska ráða ríkj­um, að því er seg­ir í til­kynn­ingu, enda verður verk­um skipt út nokkuð oft.

Verkið „Me and My Mot­her 2025“ er það sjötta í frægri seríu Ragn­ars sem hann ger­ir ásamt móður sinni, leik­kon­unni Guðrúnu Ásmunds­dótt­ur. Gjörn­ing­ur­inn var tek­inn upp á mynd­band í fyrsta skipti árið 2000 þegar Ragn­ar var 24 ára en þau mæðgin­in hafa end­ur­tekið hann á fimm ára fresti síðan þá. „Í mynd­bands­verk­inu hræk­ir Guðrún ít­rekað á son sinn en sú gjörð kall­ar fram allt í senn húm­or, hryll­ing og fá­rán­leika,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þess má geta að Ragn­ar opnaði fyr­ir nokkr­um dög­um sína fyrstu einka­sýn­ingu í Eistlandi, A Boy and a Girl and a Bush and a Bird, í lista­safn­inu Kumu í Tall­inn. Hún stend­ur til 21. sept­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það getur reynst ánægjulegt að hitta vinufélagana annars staðar og utan vinnutímans. Það er tími til kominn að prófa eitthvað nýtt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það getur reynst ánægjulegt að hitta vinufélagana annars staðar og utan vinnutímans. Það er tími til kominn að prófa eitthvað nýtt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir