Það sem fannst á einu heimili Sean „Diddy“ Combs

Vopnaðir sérsveitarmenn gerðu húsleit á heimilum Diddy í tengslum við …
Vopnaðir sérsveitarmenn gerðu húsleit á heimilum Diddy í tengslum við mansals- og kynferðisafbrotamál. AFP

Rétt­ar­höld­in yfir rapp­ar­an­um Sean „Diddy“ Combs í New York eru kom­in á aðra viku. Þriðju­dag­inn 20. maí síðastliðinn lögðu sak­sókn­ar­ar fram rúm­lega 50 ljós­mynd­ir sem sýna það sem al­rík­is­lög­regl­an fann þegar hún réðst inn í stór­hýsi tón­list­ar­manns­ins á Miami Beach 25. mars 2024. Mynd­irn­ar sem dóm­kjaran­um voru kynnt­ar bak við lukt­ar dyr hafa nú verið birt­ar op­in­ber­lega.

Það sem fannst

Alls kyns vopn og skot­færi fund­ust, mynd­ir sýndu meðal ann­ars þrjá AR-15 riffla, nokkr­ar 45 kalíbera skamm­byss­ur, gull­húðaðar byssu­kúl­ur og kassa af skot­um.

Mikið af lyfj­um og vímu­efn­um fannst í hús­inu. Plast­pok­ar með fjöl­lituðum pill­um, poki merkt­ur „Gold­en Teachers“ með of­skynj­un­ar­svepp­um, hvítt duft með upp­rúlluðum 100 doll­ara seðli sér við hlið, auk klóna­sepams og bleik­um CIP-pill­um sem talið er að inni­haldi keta­mín. 

Skúff­ur og hill­ur voru full­ar af kyn­lífs­leik­föng­um, tug­ir flaskna af sleipi­efni og barna­ol­íu, ásamt heil­um kassa af Vital Ho­ney, til­búnu stinn­ing­ar­lyfi. Einnig fannst fullt af skó­köss­um stút­full­ir af plat­form­hæl­um, auk Gucci-snyr­titösku sem lög­regl­an seg­ir hafa inni­haldið eit­ur­lyf.

Þrír farsím­ar fund­ust ofan í gúmmí­stíg­véli og einnig fannst grænn kassi merkt­ur „Diddy“ sem inni­hélt marijú­ana, veltipapp­ír og bleikt duft.

Hægt er að sjá mynd­ir af því sem fannst á heim­ili Combs á Miami Beach á Page Six.

Teng­ing við al­var­leg­ar ákær­ur

Sak­sókn­ar­ar halda því fram að mun­irn­ir styðji ákær­ur um man­sal, vændi og hót­an­ir . Rann­sókn ör­ygg­is­ráðuneyt­is­ins (DHS) sem stóð yfir í meira en ár leiddi til sam­ræmdra hús­leita á heim­il­um Combs í Miami, Los Ang­eles og New York í mars 2024. Í vitn­is­b­urði fyrr­ver­andi sam­starfs­fólks og hugs­an­legra fórn­ar­lamba hef­ur verið par­tí­um Combs verið lýst sem „freak-off“ partí og að fíkni­efni, of­beldi og nauðung voru dag­legt brauð.

Combs neit­ar al­farið sök

Verj­end­ur Combs telja sak­sókn­ara mála ranga mynd. Þeir segja að öll vopn­in séu skráð lög­lega, kyn­lífs­búnað og smyrsl vera full­orðins­vör­ur fyr­ir full­orðið fólk og að hluti pill­anna sé lyf­seðils­skyld­ur. Combs hef­ur sjálf­ur neitað sök í öll­um ákæru­liðum og seg­ist staðráðinn í að sanna sak­leysi sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Snúðu ekki upp á þig þótt aðrir hlaupi ekki upp til handa og fóta til þess að uppfylla óskir þínar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Snúðu ekki upp á þig þótt aðrir hlaupi ekki upp til handa og fóta til þess að uppfylla óskir þínar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir