Amanda Bynes kemur aðdáendum sínum á óvart

Amanda Bynes hefur tekið töluverðum breytingum frá því hún var …
Amanda Bynes hefur tekið töluverðum breytingum frá því hún var barnastjarna í Hollywood. Skjáskot/Instagram

Leik­kon­an Am­anda Bynes af­hjúpaði nýtt húðflúr og nýja hár­greiðslu á TikT­ok, aðeins ör­fá­um vik­um eft­ir að hún gekk til liðs við On­lyF­ans.

Barna­stjarn­an fyrr­ver­andi, sem er 39 ára, er nú þegar með önn­ur flúr og m.a. hjarta í and­lit­inu. Hún seg­ir í mynd­band­inu að hún og besta vin­kona henn­ar, Dyl­an, hafi fagnað tíu ára vináttu með því að láta flúra á sig bók­staf­inn X, sem er tíu í róm­versku töl­un­um.

Í mynd­skeiðinu sýn­ir Bynes einnig nýju hár­greiðsluna og seg­ir hve spennt hún sé yfir breyt­ing­unni. 

Í síðasta mánuði kom hún fylgj­end­um sín­um á óvart þegar hún til­kynnti um þátt­töku sína á On­lyF­ans. Hún sagðist þó ekki myndu deila nein­um „viðbjóði“ held­ur miklu frem­ur nota miðil­inn til að eiga sam­skipti við aðdá­end­ur sína. Hún rukk­ar 50 dali fyr­ir mánaðaráskrift.

Frá því Bynes sneri frá Hollywood 2010 hef­ur hún ein­beitt sér meira að tísku og list. Fólk hafði þó mikl­ar áhyggj­ur af geðheilsu og fíkni­efna­neyslu Bynes en um tíma var hún svipt sjálfræði sínu. 

Bynes sótti nám við Fashi­on Institu­te of Design and Merchand­is­ing þaðan sem hún út­skrifaðist 2014. Árið 2022 fékk hún sjálfræðið til baka og seg­ist hafa verið edrú all­ar göt­ur síðan.

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tónn dagsins er mjúkur og viðkvæmur. Tilfinningar flæða frjálst ef þú leyfir því. Hlýja og næmni skapa dýpri tengsl en orð ein og sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
3
Anna Rún Frí­mannsd´ótt­ir
4
Yrsa Sig­urðardótt­ir
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tónn dagsins er mjúkur og viðkvæmur. Tilfinningar flæða frjálst ef þú leyfir því. Hlýja og næmni skapa dýpri tengsl en orð ein og sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
3
Anna Rún Frí­mannsd´ótt­ir
4
Yrsa Sig­urðardótt­ir
5
Arn­ald­ur Indriðason