Draumur að veruleika hjá Ragnari

Ragnar Jónasson er með mörg járn í eldinum.
Ragnar Jónasson er með mörg járn í eldinum. mbl.is/Hákon

Löng­un glæpa­sagna­höf­und­ar­ins vin­sæla Ragn­ars Jónas­son­ar til að taka meiri þátt í gerð sjón­varpsþátt­araða og kvik­mynda var kveikj­an að ný­stofnuðu fram­leiðslu­fyr­ir­tæki hans sem til­kynnt var um fyrr í dag.

Með hon­um um borð í Dimmu Pict­ur­es eru fyr­ir­tækið Stam­pede Vent­ur­es og fram­leiðand­inn John-Paul Sarni, sami hóp­ur og vann með hon­um að þátt­un­um Dimmu.

„Við unn­um sam­an að því að gera þætt­ina Dimmu fyr­ir ári síðan. Það sam­starf gekk mjög vel og við vor­um báðir spennt­ir að gera eitt­hvað meira, en mig langaði kannski að taka meiri þátt og hafa meira um þetta að segja,” seg­ir Ragn­ar aðspurður og á þar m.a. við hand­rita­skrif. Hann var stadd­ur í Hay-on-Wye í Wales þegar blaðamaður ræddi við hann en þar var þetta nýj­asta verk­efni hans kynnt fyr­ir fjöl­miðlum. 

Vildi vera nær verk­efn­un­um

Þótt hlut­verk Ragn­ars við gerð Dimmu-þátt­anna hafi ekki verið stórt seg­ist hann hafa verið dug­leg­ur að mæta á tökustað og fylgj­ast grannt með gangi mála.

„Ég hugsaði að það gæti verið skemmti­legt að þróa mín­ar bæk­ur meira og vera nær verk­efn­un­um og þeim leist vel á það. Það er upp­hafið að þessu,“ grein­ir hann frá en Greg Sil­verm­an hjá Stam­pede Vent­ur­es er fyrr­ver­andi for­stjóri Warner Brot­h­ers.

Ragnar á glæpasagnahátíðinni Iceland Noir.
Ragn­ar á glæpa­sagna­hátíðinni Ice­land Noir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Áhuga­verður heim­ur“

Fyrsta þáttaröðin, The Girl Who Died, byggð á bók Ragn­ars, Þorp­inu, er í und­ir­bún­ingi með Önnu Friel í aðal­hlut­verki og kveðst hann vera afar spennt­ur fyr­ir verk­efn­inu.

Ragn­ar viður­kenn­ir að langþráður draum­ur sé að verða að veru­leika að reyna fyr­ir sér sem hand­rits­höf­und­ur og fikra sig áfram í sjón­varps- og kvik­mynda­brans­an­um.

„Mér finnst þetta áhuga­verður heim­ur og öðru­vísi nálg­un en maður er samt alltaf bara að segja sög­ur. Þetta er líka aðeins meira sam­starf en að skrifa bók þannig að maður kynn­ist fleira fólki og hitt­ir aðra lista­menn sem eru frá­bær­ir á sum­um sviðum og það er gam­an að vinna með þannig fólki,“ svar­ar hann.

Bók til­bú­in fyr­ir þarnæstu jól

Aðspurður seg­ist Ragn­ar ekki hafa í hyggju að draga úr hefðbundn­um glæpa­sagna­skrif­um þrátt fyr­ir nýja fyr­ir­tækið og verk­efni því tengdu. Hann sé þegar að vinna að næstu bók­um. Þó kveðst hann vera bú­inn að vinna sér aðeins í hag­inn og er til að mynda að ljúka núna við bók fyr­ir jól­in 2026.

Anna Friel.
Anna Friel. Ljós­mynd/​Wikipedia.org

Óvíst er hvenær fyrsta þáttaröð Dimmu Pict­ur­es lít­ur dags­ins ljós. Fyrst þarf að finna sjón­varps­stöð til að sýna hana en ef allt fer að ósk­um verður hægt að hefja tök­ur á næsta ári, bæt­ir hann við og seg­ir marga mis­mun­andi þætti þurfa að smella sam­an, ólíkt bóka­skrif­un­um þar sem hann sit­ur einn við skrift­ir.

„Anna [Friel] er mjög spennt fyr­ir þessu og með mann­eskju eins og hana um borð þá vona ég að þetta geti gerst hratt.”

Ag­atha Christie kem­ur upp í hug­ann

Til stend­ur að búa síðar meir til þætti eða kvik­mynd­ir byggða á efni eft­ir aðra höf­unda en Ragn­ar. Ekk­ert er þó í hendi þar. Beðinn um að nefna drauma­höf­und í því sam­hengi kem­ur upp­á­halds­höf­und­ur hans fyrst í hug­ann. 

„Ég myndi segja helst Agöt­hu Christie svo maður sé ekki að mis­muna nein­um sem eru enn á lífi," svar­ar hann í létt­um dúr. „Hún hef­ur alltaf verið sú mann­eskja sem ég hef lært mest af en við erum að leita að ein­hverj­um nýj­um rödd­um,” bæt­ir hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér gengur einstaklega vel í dag. Hafðu þá ánægju bara fyrir þig, því maður á ekki að skemmta sér á kostnað veikleika annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér gengur einstaklega vel í dag. Hafðu þá ánægju bara fyrir þig, því maður á ekki að skemmta sér á kostnað veikleika annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir