Er Reeves búinn að festa ráð sitt?

Alexandra Grant og Keanu Reeves.
Alexandra Grant og Keanu Reeves. Ljósmynd/AFP

Kanadíski leik­ar­inn Ke­anu Reeves og kær­asta hans, lista­kon­an Al­ex­andra Grant, vöktu mikla at­hygli er þau gengu hönd í hönd niður rauða dreg­il­inn á frum­sýn­ingu spennu­mynd­ar­inn­ar Baller­ina í Los Ang­eles á þriðju­dags­kvöldið.

Ástin skein af Reeves og Grant er þau stilltu sér upp fyr­ir ljós­mynd­ara og veifuðu til aðdá­enda, enda tóku þau vart aug­un hvort af öðru allt kvöldið.

Parið, sem er afar glæsi­legt, vek­ur at­hygli hvar sem það stíg­ur niður fæti en það sem vakti þó sér­staka at­hygli gesta og gang­anda á frum­sýn­ing­unni var stærðar­inn­ar dem­ants­hring­ur á baug­fingri Grant sem kynti veru­lega und­ir orðróm þess efn­is að parið væri búið að láta pússa sig sam­an.

Reeves, 60 ára, og Grant, 52 ára, eru sögð hafa byrjað að stinga nefj­um sam­an þegar þau unnu að gerð bók­ar­inn­ar Ode to Happ­iness árið 2011 en þau héldu sam­band­inu leyndu í dágóðan tíma, eða heil átta ár.

Parið op­in­beraði sam­band sitt árið 2019 þegar Grant fylgdi Reeves niður rauða dreg­il­inn á viðburði í Los Ang­eles.

Reeves og Grant hafa verið mjög fá­mál um sam­bandið í gegn­um tíðina og reynt eft­ir fremsta megni að halda sig frá sviðsljós­inu. Það þykir því ansi ólík­legt að þau muni tjá sig um stöðu sam­bands­ins, það er hvort þau séu trú­lofuð, gift eða kær­ustupar.

Ástin skein af parinu á frumsýningu kvikmyndarinnar Ballerina.
Ástin skein af par­inu á frum­sýn­ingu kvik­mynd­ar­inn­ar Baller­ina. AFP/​Matt Win­kel­meyer
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Létt samskipti verða þér lyftistöng. Finndu eitthvað að hlæja að og deildu gleði með öðrum. Lífið þarf ekki að vera alvarlegt til að vera skemmtilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Létt samskipti verða þér lyftistöng. Finndu eitthvað að hlæja að og deildu gleði með öðrum. Lífið þarf ekki að vera alvarlegt til að vera skemmtilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir