Myndskeið af íslenskum og kenískum fána vekur athygli

Gleði, gleði!
Gleði, gleði! Skjáskot/TikTok

TikT­ok-mynd­skeið sem sýn­ir tvo fána, einn ís­lensk­an og hinn ken­ísk­an, dregna í fulla stöng á leik­skól­an­um Heklu­koti á Hellu hef­ur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlasíðunni sí­vin­sælu síðustu daga.

Í mynd­skeiðinu sjást fán­arn­ir blakta í sum­ar­gol­unni, hlið við hlið, og ekki af ástæðulausu.

Fán­arn­ir voru dregn­ir í fulla stöng til að fagna af­mæli eins leik­skóla­barn­anna, en það er af ís­lensk­um og ken­ísk­um ætt­um, og ef marka má at­huga­semd­ir við færsl­una þá er þetta gert í hvert sinn sem barn á af­mæli í þeirri von um að gera af­mæl­is­dag­inn enn ein­stak­ari.

„Það þarf stórt hjarta til að móta litla hugsuði. Barnið mitt var him­in­lif­andi þegar það var hyllt í skól­an­um í dag. Þess­ir kenn­ar­ar hér eru gull. As­an­te sana,” skrifaði net­verji sem kall­ar sig vik­ings.afro við færsl­una á TikT­ok. 

As­an­te sana má gróf­lega þýða sem „takk fyr­ir, ég kann mjög að meta þetta“.

Hátt í 57 þúsund manns hafa nú horft á mynd­skeiðið og glaðst yfir þess­um fal­legu gjörðum.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú sérð lausnir þar sem aðrir sjá hindranir. Þú ert með öðruvísi sýn og það getur orðið þér styrkur. Ekki hræðast að hugsa út fyrir viðtekinn ramma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú sérð lausnir þar sem aðrir sjá hindranir. Þú ert með öðruvísi sýn og það getur orðið þér styrkur. Ekki hræðast að hugsa út fyrir viðtekinn ramma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir