„Grotowski rak mig“

„Það stendur upp úr á ferlinum hvað það hefur verið …
„Það stendur upp úr á ferlinum hvað það hefur verið dásamlegt að vinna í leikhúsinu,“ segir Kjartan Ragnarsson. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhenti honum verðlaunin. Morgunblaðið/Eggert

„Það er alltaf gott að fá klapp á bakið,“ seg­ir Kjart­an Ragn­ars­son sem hlaut heiður­sverðlaun Sviðslista­sam­bands Íslands 2025 fyr­ir framúrsk­ar­andi og ómet­an­legt fram­lag sitt til ís­lenskr­ar leik­list­ar þegar Grím­an var af­hent við hátíðlega at­höfn í Borg­ar­leik­hús­inu í gær­kvöldi.

Morg­un­blaðið ræddi við hann um lang­an og far­sæl­an fer­il hans sem leik­ari, leik­stjóri og leik­skáld. Hann rifjar upp kynni sín af Jerzy Grotowski, ein­um áhrifa­mesta leik­stjóra 20. ald­ar, sem rak Kjart­an burt frá sér þegar Kjart­an vildi ekki gang­ast leik­húsi hans á hönd og hafna öll­um öðrum leik­hús­stefn­um.

Fer­ill Kjart­ans spann­ar yfir 60 ár og hef­ur hann sett upp fjöl­marg­ar leik­sýn­ing­ar bæði hér­lend­is og er­lend­is, m.a. í Þjóðleik­hús­inu, Borg­ar­leik­hús­inu og víða á Norður­lönd­un­um. „Hann hef­ur átt frum­kvæði að fjöl­mörg­um leik­gerðum og frum­textum, þ. á m. drama­tíser­ing­um á verk­um Hall­dórs Lax­ness, Vig­dís­ar Gríms­dótt­ur og Ein­ars Kára­son­ar, sem mörg hver hafa notið mik­ill­ar hylli. Verk hans hafa haft djúp­stæð áhrif á þróun ís­lensks sam­tíma­leik­húss,“ sagði í kynn­ingu þegar heiður­sverðlauna­hafi kvölds­ins var kynnt­ur á svið í gær. Var þar vísað til sýn­inga á borð við Ljós heims­ins, Djöfla­eyj­una, Þrúg­ur reiðinn­ar, Granda­veg 7 og Sjálf­stætt fólk.

Krókur­inn beygðist snemma

Í þakk­arræðu sinni rifjaði Kjart­an upp að hann hefði ung­ur að árum vitað að hann vildi starfa í leik­hús­inu. „Pabbi og mamma fóru með okk­ur bræðurna á Ferðina til tungls­ins í Þjóðleik­hús­inu sem mér fannst al­gjört krafta­verk. Sú reynsla er ein­hver stærsta list­ræna upp­lif­un sem ég hef orðið fyr­ir á æv­inni,“ sagði Kjart­an í ræðunni. Í sam­tali við Morg­un­blaðið rifjar Kjart­an upp að hann hafi fengið að stíga á svið á jóla­skemmt­un þegar hann var aðeins níu ára og notið þess að fá áhorf­end­ur til að hlæja. „Ég var svo hepp­inn að Rúrik Har­alds­son var skyld­ur mér og í gegn­um hann fékk ég að fylgj­ast með æf­ing­um og sýn­ing­um ofan af efstu svöl­um Þjóðleik­húss­ins sem glæddi áhuga minn enn frek­ar.“

Kjart­an lauk námi frá Leik­list­ar­skóla Leik­fé­lags Reykja­vík­ur árið 1966 þegar hann var 21 árs að aldri og hóf fer­il sinn sem leik­ari, en átti síðar eft­ir að skrifa og leik­stýra fjöl­mörg­um leik­rit­um fyr­ir sviðið, sjón­varp og út­varp.

„Grotowski rak mig“

Þegar hann var kynnt­ur á svið Borg­ar­leik­húss­ins í gær var rifjað upp að Kjart­an hefði stundað fram­halds­nám í leik­list í Póllandi hjá Jerzy Grotowski, ein­um áhrifa­mesta leik­stjóra 20. ald­ar. Í sam­tali við Morg­un­blaðið seg­ir Kjart­an að þau áform hafi ekki farið eins og til stóð. „Enda rak hann mig,“ seg­ir Kjart­an og blaðamaður hvá­ir. „Ég sótti um að kom­ast að í leik­hópn­um hans, Teatr La­boratori­um í Wrozlaw í Póllandi, og fékk já­kvætt svar­bréf. Þegar ég mætti á svæðið í byrj­un árs 1970 kom í ljós að ég var einn af um 40 sem máttu berj­ast um laust pláss hjá hon­um. Hann sendi alla í lækn­is­skoðun til að meta hvort við vær­um nógu lík­am­lega hraust og ég var einn af þrem­ur pilt­um sem stóðust það próf. Í fram­hald­inu vor­um við í heil­an mánuð í al­gjör­um pín­ing­ar­búðum þar sem hann braut okk­ur mark­visst niður and­lega,“ seg­ir Kjart­an og rifjar upp að unnið hafi verið í tíu tíma á dag.

„Að þess­um mánuði liðnum sendi hann okk­ur heim í þrjá daga þar sem við átt­um að íhuga næstu skref. Ef við vild­um starfa áfram hjá hon­um urðum við að hafna öll­um kenn­ing­um nema hans og helga líf okk­ar hans leik­húsi – að öðrum kosti vildi hann ekk­ert við okk­ur tala. Ég engd­ist í þrjá sól­ar­hringa og endaði á því að viður­kenna fyr­ir hon­um að ég vildi gjarn­an vinna með hon­um áfram, en myndi alltaf vilja snúa aft­ur heim til Íslands að ein­hverj­um tíma liðnum enda vissi ég alltaf að ís­lenskt leik­hús væri minn vett­vang­ur. Þá sneri hann bara upp á sig og rak mig út,“ seg­ir Kjart­an og viður­kenn­ir að hann hafi verið al­gjör­lega niður­brot­inn maður fyr­ir vikið.

Mik­il­væg end­ur­mennt­un

„Mér fannst óbæri­legt að fara strax heim,“ seg­ir Kjart­an og rifjar upp að hann hafi til far­ar­inn­ar hlotið veg­leg­an styrk að heim­an úr minn­ing­ar­sjóði Helgu Val­týs­dótt­ur leik­konu. „Ég ákvað því að staldra leng­ur við á meg­in­land­inu og skoða leik­húsið þar. Ég var svo lán­sam­ur að fá að fylgj­ast með æf­ing­um á Hamlet hjá ein­um besta leik­stjóra Pól­lands,“ seg­ir Kjart­an og vís­ar þar til Adams Han­uszkiewicz.

„Síðan dvaldi ég í Svíþjóð á mikl­um um­brota­tím­um og fylgd­ist með sænsku leik­húsi sem var mér mjög lær­dóms­ríkt. Þar varð ég fyr­ir mikl­um áhrif­um frá póli­tískri hópa­vinnu í leik­hús­inu, sem við þekkj­um svo vel í dag en þótti ný­næmi á þess­um tíma,“ seg­ir Kjart­an og rifjar upp að þegar hann byrjaði að leika eft­ir út­skrift hafi „hið dæmi­gerða, sál­ræna banda­ríska leik­hús“ ráðið ríkj­um í ís­lensku leik­húsi og vís­ar þar til verka eft­ir Arth­ur Miller, Edw­ard Al­bee og Eu­gene O'­Neill.

„Þessi ferð mín vet­ur­inn 1970 reynd­ist því þegar upp var staðið mik­il­væg end­ur­mennt­un fyr­ir mig. En það sem bjargaði mér sál­rænt út úr þessu öllu sam­an var að Grotowski gafst á end­an­um sjálf­ur upp á eig­in vinnuaðferðum og Teatr La­boratori­um lagði upp laup­ana stuttu seinna. Hefði ég kom­ist inn í leik­hóp hans hefði ég aldrei náð að æfa nýja sýn­ingu með hópn­um.“

Alltaf að spek­úl­era í heild­inni

Kjart­an rifjar upp að kynni sín af Guðrúnu Ásmunds­dótt­ur og Bríeti Héðins­dótt­ur hafi haft mik­il áhrif á sig sem lista­mann. „Ég fór að elska þær báðar, á sitt hvorn hátt. Önnur varð kon­an mín og hin minn helsti mentor. Bríet hvatti mig til að leik­stýra þar sem ég væri alltaf að spek­úl­era í heild­inni. Þetta söng í eyr­um mér í tíu ár áður en ég spreytti mig loks sem leik­stjóri og þá varð ekki aft­ur snúið.

Vin­ur minn Kalli Gúmm [Karl Guðmunds­son leik­ari] var að þýða Morðið í dóm­kirkj­unni eft­ir T. S. Eliot og leitaði álits hjá mér í orðavali. Þegar þýðing­in var til­bú­in fór hann til Vig­dís­ar [Finn­boga­dótt­ur, leik­hús­stjóra Leik­fé­lags Reykja­vík­ur] og lagði til að ég stýrði leik­lestr­in­um, sem ég gerði í des­em­ber 1974. Á kvenna­ár­inu 1975 óskaði Vig­dís eft­ir því að ég leik­stýrði Þing­kon­un­um eft­ir Aristófa­nes,“ seg­ir Kjart­an og rifjar upp að þýðing verks­ins hafi dreg­ist úr hófi og til að redda mál­um og hafa ein­hvern efnivið til að vinna með fyr­ir leik­hóp­inn hafi hann brugðið á það ráð að skrifa eigið verk. Úr varð að hann skrifaði Sauma­stof­una í sum­ar­frí­inu og leik­stýrði því við mikl­ar vin­sæld­ir. „Sauma­stof­an og þær góðu viðtök­ur sem hún fékk gjör­breytti lífi mínu.

Í fram­hald­inu skrifaði ég Týndu te­skeiðina, sem var viðbjóðsleg sa­tíru­kó­medía um mann­át, og Blessað barnalán, sem var sann­kallaður dyrafarsi í anda Fló­ar á skinni. Haustið 1976 leik­stýrði ég Blessuðu barnaláni í Aust­ur­bæj­ar­bíói á veg­um Leik­fé­lags Reykja­vík­ur, Bríet leik­stýrði Týndu te­skeiðinni í Þjóðleik­hús­inu og Sauma­stof­an gekk enn fyr­ir fullu húsi í Iðnó. Í heil­an vet­ur var ég með þrjú verk til sýn­ing­ar í þrem­ur hús­um þar sem alltaf var upp­selt. Þá var gam­an að lifa.“

Kjart­an bend­ir á að þótt hann sé hér­lend­is fyrst og fremst þekkt­ur fyr­ir eig­in leik­rit og leik­gerðir ást­sælla bóka sé hann í Svíþjóð, þar sem hann leik­stýrði um ára­bil, aðallega þekkt­ur fyr­ir upp­færsl­ur sín­ar á leik­rit­um Tsjek­hovs. „Eft­ir að full­trú­ar frá Sænska leik­list­ar­skól­an­um í Málmey sáu upp­færsl­ur mín­ar á Platanov og Vanja frænda í Borg­ar­leik­hús­inu var ég ráðinn leik­listar­pró­fess­or með sér­hæf­ingu í Tsjek­hov og starfaði þar í þrjú ár,“ seg­ir Kjart­an og rifjar upp að næstu sjö árin þar á eft­ir hafi hann ár­lega leik­stýrt einni sýn­ingu í Þjóðleik­hús­inu og einni í Svíþjóð. „Úti var ég oft­ast beðinn að setja upp Tsjek­hov eða aðra klass­ík,“ seg­ir Kjart­an og rifjar upp að meðal þeirra klass­ísku verka sem hann leik­stýrði hér heima var Hamlet með Þröst Leó Gunn­ars­son í titil­hlut­verk­inu.

Mr. Skalla­gríms­son end­ur­frum­sýnt á Sögu­loft­inu

Aðspurður seg­ist Kjart­an ekki vera á leið í helg­an stein enda sé nóg að gera hjá Land­náms­setrinu sem fagn­ar 20 ára starfsaf­mæli á næsta ári. „Við mun­um bjóða upp á veg­lega af­mæl­is­dag­skrá. Vil­borg Davíðsdótt­ir held­ur áfram með Lax­dælu sem slegið hef­ur í gegn. Í miðjum októ­ber frum­sýn­um við Sálm­inn um blómið með Jóni Hjart­ar­syni, sem lék Of­vit­ann í gamla daga. Í byrj­un fe­brú­ar frum­sýn­um við í sam­vinnu við Þjóðleik­húsið Sölku Völku í leik­gerð og flutn­ingi Unn­ar Asp­ar Stef­áns­dótt­ur. Við opnuðum Land­náms­setrið 13. maí 2006 og 13. maí 2026 end­ur­frum­sýn­um við Mr. Skalla­gríms­son með Bene­dikt Erl­ings­syni,“ seg­ir Kjart­an.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Eitthvað sem þú hafðir afskrifað gæti komið til baka. Gefðu því séns, breytt sjónarhorn getur gefið þér ný og breytt tækifæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
4
Yrsa Sig­urðardótt­ir
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Eitthvað sem þú hafðir afskrifað gæti komið til baka. Gefðu því séns, breytt sjónarhorn getur gefið þér ný og breytt tækifæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
4
Yrsa Sig­urðardótt­ir
5
Arn­ald­ur Indriðason