Bandaríski leikarinn Scott Wolf og eiginkona hans, leikkonan Kelley Wolf, hafa ákveðið að fara hvort í sína áttina eftir 21 árs hjónaband.
Kelley greindi frá þessu í langri færslu á Instagram-síðu sinni í gærdag.
Ástæða skilnaðarins er óljós en leikkonan sagði þetta hafa verið afar erfiða ákvörðun.
Scott, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Party of Five sem sýnd var við miklar vinsældir á árunum 1994 til 2000, hefur ekki tjáð sig opinberlega um skilnaðinn.
Kelley og Scott gengu í hjónaband árið 2004 eftir tveggja ára samband. Þau eiga þrjú börn á aldursbilinu 11 til 16 ára.