Deildi nektarmynd í tilefni af sextugsafmælinu

Elizabeth Hurley er stórglæsileg.
Elizabeth Hurley er stórglæsileg. Skjáskot/Instagram

Enska leik­kon­an El­iza­beth Hurley fagnaði 60 ára af­mæli sínu í fyrra­dag, þriðju­dag­inn 10. júní. Í til­efni stóraf­mæl­is­ins birti hún mynd af sér allsnak­inni úti í nátt­úr­unni á In­sta­gram-síðu sinni.

Hurley, sem lít­ur ekki út fyr­ir að vera degi eldri en 30 ára, bros­ir sínu breiðasta á mynd­inni, enda ör­ugg í eig­in skinni og ást­fang­in upp fyr­ir haus af banda­ríska sveita­söngv­ar­an­um Billy Ray Cyr­us.

Leik­kon­an, sem er einna þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt í kvik­mynd­inni Aust­in Powers: In­ternati­onal Man of Mystery, frá ár­inu 1997, hef­ur lengi vakið at­hygli fyr­ir ung­legt út­lit, enda ekki hrukku að sjá né grátt hár.

„Til ham­ingju með af­mælið ég! Þetta ár hef­ur verið ótrú­legt ferðalag. 30. árið mitt að vinna með með Estée Lau­der, 30. árið mitt sem alþjóðleg­ur sendi­herra her­ferðar gegn brjóstakrabba­meini, 20 ára af­mæli El­iza­beth Hurley Beach og... ég er ást­fang­in,“ skrif­ar Hurley meðal ann­ars við mynd­ina. 

Færsla leik­kon­unn­ar vakti, eins og við mátti bú­ast, mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlasíðunni en tug­ir þúsunda hafa „lækað“ við mynd­ina og fjöl­marg­ir hafa einnig óskað Hurley til ham­ingju með dag­inn í at­huga­semd­ar­kerf­inu, þar á meðal leik­kon­an Sarah Michelle Gell­er og of­ur­fyr­ir­sæt­an Heidi Klum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Nýtt samband, vinasamband eða samstarf, gæti kviknað. Vertu opinn án þess að þurfa að skilgreina hlutina strax. Leyfðu hlutunum að gerast að sjálfu sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
5
Mohlin & Nyström
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Nýtt samband, vinasamband eða samstarf, gæti kviknað. Vertu opinn án þess að þurfa að skilgreina hlutina strax. Leyfðu hlutunum að gerast að sjálfu sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
5
Mohlin & Nyström